Bókin eftir Larysu Denysenko og Möshu Foya heitir reyndar á úkraínsku Maía og mömmur hennar og vakti talsverða athygli í heimalandinu þegar hún kom út árið 2017. Úkraína eins og mörg önnur slavnesk lönd voru ekki tilbúin og bókin var talin vera rof á hefðbundnum fjölskyldugildum og fjölskyldugerðum. Höfundarnir fengu margar hótanir og neyddust til að aflýsa þátttöku í mörgum bókmenntaviðburðum.

 

 

Af hverju var 60-síðna bók svo hættuleg?

Bókin – öryggiseyjan

Fyrsta sagan  fjallar um tvíburana Sofíu og Solomíu sem fæddust við tæknifrjóvgun. Í bókinni er einnig fjallað um fjölskyldu þar sem foreldrar eru skildir, um fjölskyldu innflytjenda þar sem faðirinn hvarf í stríðinu, fjölskyldu þar sem barn er alið upp af tveimur mömmum og aðrar fjölskyldur sem eru ósýnilegar í barnamyndum, teiknimyndum og bókum í mörgum slavneskum löndum.

Tilgangur bókarinnar er að barnið hafi undir hvaða kringumstæðum sem er öryggiseyjur sem því er tryggt af fjölskyldu, skóla, bekk, bekkjabræðrum og -systrum.

Það er mjög mikilvægt að finna til öryggis á þeim stöðum sem barnið heimsækir oftast og mótast þannig að það finni að það sé virt sem persóna. Þegar maður fjarlægir fordóma og fælni, verður það miklu auðveldara fyrir alla að anda og finna fyrir samþykki. Maía og vinir hennar er tæki til að hjálpa foreldrum að byggja traustsbrýrnar við börnin sín.

Að kenna ekki hlýðni heldur umburðarlyndi

Að banna umræðu erfið efni í skólum er í mörgum slavneskum löndum eðlilegt, en slíkar aðgerðir eru bein hætta fyrir framtíð barna. Menntakerfið sem við höfum í dag í mörgum slavneskum löndum er sett upp til að kenna hlýðni. Það gefur barninu mjög sjaldan tækifæri til að gera mistök og læra af þeim, tækifæri til að hugsa sjálfstætt um eitthvað og draga sínar eigin ályktanir. Kennarar eru líka fangar innan þessa kerfis. Vegna hins mjög skýra valdkerfisins, hefur hvert skref sem þeir taka til vinstri eða hægri alltaf mjög slæmar afleiðingar fyrir þá.

Menntakerfið lítur á hvers kyns öðruvísi birtingarmynd sem ógnun og þeir eru að reyna að eyða því. Þetta á við um jafnvel minniháttar frávik frá hefðbundnum framsetningum, svo sem stráka sem eru með sítt hár eða stúlkur með stutt hár.

Ég var bara fegin að það fannst rithöfundur sem gat komið hugmyndinni um umburðarlyndi á framfæri, hugmyndinni um að fjölskyldur séu ólíkar, á svo einfaldan og sannfærandi hátt. Hún valdi réttar listrænar aðferðir sem eru ekki blekkjandi. Þetta er sannarlega listræn barnabók um mikilvæg málefni. Það gefur börnum verkfæri til að svara erfiðum spurningum. Ég áttaði mig strax á því að þessi bók er þáttaskil, atburður sem vert er að tala um.

Samfélagið breytist og við vonandi með

Við erum kannski ósammála mörgum atburðum og birtingarmyndum en vegna þess að við erum ekki sammála mun það samt gerast, óháð okkur. Uppbygging nútímafjölskyldunnar er að breytast, hún getur verið mismunandi: kannski mamma, pabbi og börn; kannski barnalaus fjölskylda; kannski afi og amma með barn; kannski barn án fjölskyldu eða ættleitt barn; kannski barn sem getið er með tæknifrjóvgun; kannski hinsegin fjölskylda. En því fyrr sem samfélagið opnar sig fyrir þessum breytingum, því fyrr skilur það að fjölbreytileikinn er ekki slæmur, hann mun bæta við líf okkar eins og kennarinn Júlía í bókinni segir:

„Það skiptir ekki máli hvort maður á litla fjölskyldu eða heilan ættbálk. Ekki heldur hvort maður er mikið eða lítið skyldur einhverjum. Eða hvað maður á margar mömmur eða pabba. Mestu máli skiptir að við elskum öll og virðum hvert annað. Það eru hin sönnu fjölskyldugildi“.

Þessi bók er viðbragð við heimi sem er að breytast. Þetta þýðir að hún kennir manngildi og virðingu fyrir réttindum allra, óháð kyni, aldri, þjóðerni og öðrum einkennum.

Lestu þetta næst

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?  Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó Á sviðinu er legubekkur, örfáar bækur,...

Sögur til næsta bæjar

Sögur til næsta bæjar

Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í...