Gísl eftir Clare Mackintosh

Rannveig Borg kom með hvelli inn á íslenskt ritsvið á síðasta ári með sína fyrstu skáldsögu, Fíkn. Rannveig er lögfræðingur, búsett í Sviss, og þegar hún skrifaði Fíkn lagði hún á sama tíma stund á nám í fíknifræðum. Umfjöllunarefni bókarinnar er kynlífsfíkn og þótti bókin ansi krassandi og sló í gegn í hlustun á Storytel. 

Tálsýn er önnur bók Rannveigar og kemur nú út ári eftir fyrstu skáldsöguna. Rannveig heldur sig við kunnuglegar slóðir og gerist bókin að mestum hluta í Sviss. Sagan segir af Önnu sem gegnir ábyrgðarfullu starfi í fjárfestingarbanka í Sviss. Hún býr þar með eiginmanni og unglingssyni en á uppkomna dóttur á Íslandi. Á yfirborðinu lifa þau hjónin fullkomnu og góðu lífi í vellystingum, en ekki er allt sem sýnist. Þegar Tryggvi, heillandi dagskrárgerðarmaður frá Íslandi, hefur samband til að búa til sjónvarpsþætti um líf Önnu hriktir í stoðum lífs þeirra hjóna. 

Herslumuninn vantaði

Bókin byggir á mjög sterku efni og Rannveig segir frá ýmsu af mikilli næmni og innsýn. Til dæmis er hjónabandsvandræði þeirra hjóna virkilega vel skrifuð, það hvernig þau eru hægt og rólega að reka hvort frá öðru. Hver kafli er í raun sterk eining. Raunir þeirra hjóna í kringum þunglyndi unglingsins eru sannfærandi, líf þeirra í öðru landi, bugandi streitan sem fylgir starfi Önnu og kynferðisleg áreitni sem hún upplifir þar. Allt eru þetta sterkir þræðir og Rannveig skrifar um þessi málefni af mikilli sannfæringu. En það vantaði tenginguna á milli kaflanna. Bókin hefði verið mun sterkari hefði verið hugað að flæði á milli kafla og nokkrir þræðir jafnvel klipptir út. Rannveig skrifar krassandi bækur sem hrista upp í lesandanum, en þessi skáldsaga hefði mátt fá betri ritstýringu. Velja hefði þurft einn söguþráð sem átti að fylgja og láta keyra söguna áfram. 

Ferskur andvari 

Bækur Rannveigar eru öðruvísi en aðrar bækur sem ég hef lesið. Tálsýn er grípandi saga sem gerist í spennandi umhverfi. Lesandinn vill vita hvert Anna stefnir, inn í söguna bætist svo fortíð hennar og glíma við sjúkdóm sem á margt sameiginlegt með fíknisjúkdómum. Rannveig nýtir sér því fíknifræðin í þessari bók líka. Ég vona að Rannveig skrifi og gefi út fleiri bækur, því hún er vissulega ferskur andvari á íslenskum bókamarkaði. 

 

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...