Я родом не из детства — из войны.

И потому, наверное, дороже,

Чем ты, ценю я радость тишины

И каждый новый день, что мною прожит.

Я родом не из детства — из войны.

Прости меня — в том нет моей вины…

Юлия Друнина, 1962

Ég kem ekki úr barnæsku – úr stríðinu.

Og það er ástæðan fyrir því að betur

Kann ég að meta gleði þagnarinnar

Og hvern nýjan dag sem liðinn er.

Ég kem ekki úr barnæsku – úr stríðinu.

Fyrirgefðu mér, það er ekki mér að kenna…

Júlía Drúnina, 1962, þýðing í óbundnu máli úr rússnesku

máltaka á stríðstímum

Þessar línur eru skrifaðar af sovéska skáldinu Júlíu Drúnina. Júlíu dreymdi um að verða atvinnuskáld frá ellefu ára aldri. Fyrstu verk hennar leggja áherslu á fegurð, drauma og vináttu. En eftir að síðari heimsstyrjöldin hófst, falsaði Júlía skjöl sín, gekk til liðs við Rauða krossinn og var send sem hjúkrunarfræðingur á vígvöllinn árið 1941. Eftir það helgaði hún skáldskap sinn stríðinu, jafnvel eftir lok þess hélt hún halda áfram að skrifa um það og mun jafnvel halda því fram að stríðið hafi gert hana að því skáldi sem hún er. Stríðið var höggbylgja sem maður gat aldrei jafnað sig á, bara hellt út á blað. Sömu tilfinningar kallar fram Máltaka á stríðstíma.

Natasha S. hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2022 fyrir ljóðabókina Máltaka á stríðstímum sem verður fjallað hér um. Natasha S. er rithöfundur og þýðandi íslenskra bókmennta yfir á rússnesku. Árið 2021 ritstýrði hún bókinni Pólífónía af erlendum uppruna, ljóðasafni innflytjenda á Íslandi. 

Hefð og rústir

takk fyrir friðinn

takk fyrir sigurinn

takk fyrir bjarta framtíð

Stríð umlykur

Afstaða Rússa til stríðs er einstök. Ljómælandinn veitir mjög nákvæma og ítarlega innsýn í sögu landsins til að útskýra núverandi ástand.Við erum SÚ þjóð sem hefur þjáðist mest af her Hitlers. En við höfum sigrast á þessu, við höfum unnið. En hvað kostaði þetta okkur? Um 30 milljónir manna hafa látið lífið á vígvellinum eða í fangabúðum. Og milljónir líkamlega og andlega særðra karla og kvenna sem sneru heim í rústir sem þau áttu að reisa við. Alexander Isaevich Solzhenitsyn, Nóbelverðlaunahafi, hefur orðað þetta þannig: ”Rússland tapaði 20. öldinni. Við lifðum það mjög illa af. Og við getum í raun verið stolt af aðeins tvennu – sigrinum í stríðinu og Yuri Gagarin.” En geimflug er, eins og menn sögðu á Sovéttímanum, afrek vísindalegrar og tæknilegrar hugsunar, en ekki bylting á landsvísu. En í stríðinu fórnuðu milljónir manna lífi sínu, milljónir manna urðu hetjur, sem maður getur virkilega verið stoltur af. Því erum við stolt og hyljum um leið yfir hneyksli sem gerðist í landinu okkar fyrr og síðar. Með hliðsjón af alþjóðlegu tapi er sigur í stríðinu það afrek sem á margan hátt réttlætir allt það illa sem reið yfir landið okkar á 20. öldinni. Þess vegna á sér stað helgun þeirra atburða og í gegnum hana, ósjálfrátt eða af fúsum vilja, myndast ákveðin stríðsdýrkun í samfélaginu. Og sú trúardýrkun hefur verið framkvæmd í gegnum árin og var hornsteinn þjóðerniskenndar eftir hrun Sovétríkjanna. Við sungum á níunda maí hvert ár: aldrei aftur, aldrei aftur. Stríðið umlykur okkur alls staðar, eins og ljómalandinn bendir á í Götukrökkum, á helstu útsýnisstöðum í Moskvu, endurspeglast í ömmum okkar og öfum í Hefð:

afi veifar úr lestinni

hann og hinir

klæddir í hermannaföt

allir veifa

allir brosa

í svarthvítri bernsku minni

tíndi amma mat úr ruslatunnum

hún hætti aldrei eftir stríð

heirðurorðan hennar

fyrir hugrekki í stríði

liggur í einhverri skúffu

ofan í einhverju boxi

Raddir þeirra sem eru við völd bergmála mest þar sem þeir þurfa að setja upp sýningu fyrir að minnast stríðshetjanna aðeins einn dag á ári:

gömul kona hvítt hár titrandi hendur augu með tár

prýdd heiðursorðum

á forsíðumyndum

gömul kona hvítt hár titrandi hendur augu með tár

stendur á götuhorni

með útrétta hönd

gömul kona hvítt hár titrandi hendur augu með tár

fær blóm þann níunda maí

á forsíðumyndum

Nýtt tungumál og sjálfshjálp

Annar rauður þráður í þessari bók er hvernig maður lifir við þessar nýju aðstæður. Það er sambærilegt því að læra nýtt tungumál. Að halla sér að nýju tungumáli er eins og að verða barn aftur: kasta frá þér öllum heimshugmyndum þínum, opna huga þinn og hjarta fyrir hinu nýja, verða algjörlega tómt blað, óttalaust, en fullt samúðar, sem þorir að taka á móti nýrri byrjun. Stríðið hefur alltaf haft sitt eigið tungumál. Þetta nýja kom með ný slagorð, ný tákn, nýja Z.O.V. (ákall). Með þúsundum grátandi kvenna og barna sem þurfa skjól og samúð. Með sundurbrotna hugmyndafræði og  sundurslitnar fjölskyldur. Það leiddi líka til láta, enda á samböndum báðum megin. Stríðið hefur afhjúpað nýjar hliðar persónuleikans. Skömm þvingaði marga að losa sig við sjálfsímynd, við einhvers konar þjóðerni – sækja nál með þræði og sauma saman á sér naflann, því orð sem táknar það er orðið óhreint, plástrað með blóði og nýtt er erfitt að finna:

orðin eru galdur

leiða í óvissa átt

breyta huganum

sjónarhorni

sjálfsmynd

lífi                   

En í þessu óreiðuhafi þarf einhver að kasta líflínu eða fanga hana. Annars kafnar maður í óendanlegu streymi frétta, öskurs, grátsins:

að ferðast er gott fyrir sálina

sendi þér kveðjur

gleymdu ekki

að anda

fara í göngutúra

skrifa

sjá um þig

og aðra

Að skrifa til að skilja, til að tala, til vera áfram manneskja

Máltaka á stríðstímum er einstaklega persónuleg og áhrifamikil bók. Tungumál hennar er kannski ekki eins skrautlegt og hjá sumum reyndari skáldum, en myndirnar sem dregnar eru upp eru sterkar, skýrar og staldra við í huganum um stund. Á friðartímum í hvaða samfélagi sem er til „gott“ og „illt“ í fjölda grárra tóna. Mismunandi hugmyndir og skoðanir eru lögmætar. Hlutirnir eru almennt tiltölulega góðir eða slæmir, fullnægjandi eða ófullnægjandi, heimskir eða ekki. Þegar stríð hefst er hins vegar gott og illt dregið í kategóríur „við“ og „hin“. Það eru engir saklausir áhorfendur; það eru bara þeir sem eru okkar megin og þeir sem eru á móti okkur. Heimssýn er skipt í svart og hvítt. Á friðartímum höldum við að „núið“ sé mjög líkt öðrum tímum og munurinn er bara magnbundinn; á dögum átaka verður „núið“ skyndilega sérstakt og eðlisfræðilega frábrugðið öllum öðrum tímum.

Við fylgjumst með mjög ítarlegri frásögn af „núinu“ eftir manneskju sem fylgist með stríðinu í heimalandinu sínu úr fjarlægð. Enginn er nokkurn tímann tilbúinn fyrir slíkt, svo ljóðmælandinn kafar í þennan óþekkta sjó eins og manneskja sem byrjar að læra nýtt tungumál. Það eru djúpar hugleiðingar um fortíð landsins sem leita skýringa á núverandi ástandinu. Rútína og sjálfsskoðun. Samskipti við þá sem verða fyrir áhrifum af stríði. Fjölskylduhefðir og deilur. Óþægilegar samræður og augnablik hverfullar hamingju sem maður skammast sín fyrir. Óvegur og ótti. Úrvinnsla þessa stóra áfalls sem enginn bjóst við. Allt sem er mannlegt. Stríð gerir allt sem það snertir oft ómennskt. En ef okkur tekst að vera áfram mannleg þá höfum við að minnsta kosti sigrast á einhverju.

Lestu þetta næst

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Sorg og sorgarúrvinnsla, að sættast við dauðann, að sættast við það að vera ófullkomin manneskja með ófullkomin tengsl við aðra. Þetta eru aðalumfjöllunarefni Birnis Jóns Sigurðssonar í nýjasta leikverki hans Sýslumaður dauðans sem er nú í sýningu í Borgarleikhúsinu. 

Góðmæðraskólinn

Góðmæðraskólinn

Varst þú að eignast barn? Ertu bugað heima með ungviðið og langar bara í smá pásu frá serjósi,...

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....