Abstrakt ljóðverk og fallegir litir

Bækurnar Litlir goggar eftir Charlotte Priou og Heimurinn eftir Catherine Lavoie komu út nýlega á vegum AM forlags í Reykjavík. Þessar litríku og fallegu bækur eru ekki stofustáss heldur ungbarnabækur sem eru harðspjalda og því ætlaðar allra nýjustu lesendunum. Það er virkilega þroskandi að byrja að lesa fyrir börn sem fyrst og kynna þau fyrir bókum og lestrarmenningu. Bæði eflir það orðaforða og skilning, kynnir fyrir þeim ritað mál og svo eru lestrarstundir mjög dýrmæt samvera sem einkennist af ró og ákveðinni núvitund.

Bækurnar eiga það sameiginlegt að grípa augað en þær eru mjög áferðarfallegar. Myndirnar einfaldar en litríkar. Þær eru vandaðar að gerð en það er ekki síður mikilvægt að passa upp á gæði ungbarnabóka sem og annarra bókmennta.

Ljóðrænn heimur

Heimurinn eftir Catherine Lavoie sýnir ýmis heimsins fyrirbæri á mjög abstrakt hátt. Hver blaðsíða er ný upplifun en þó ríma allar myndirnar vel við hvor aðra. Í lýsingu stendur að hún sé “ljóðræn” og ég get alveg verið sammála því að einhverju leyti. Hún er allavega eins og lítið listaverk. Þá sérstaklega vekur það athygli mína hvernig sól, fjall og rigning eru túlkuð í verkinu. Myndirnar sýna grunnform hlutanna; þríhyrninga, ferhyrninga og hringi. Myndirnar eru ofureinfaldar og gefa færi til túlkunar. 

Tístandi goggar

Litlir goggar eftir Priou kynnir unga lesendur fyrir nokkrum fuglum og hvaða hljóð þeir gefa frá sér. Stafirnir eru stórir og miklir og stökkva fram af blaðsíðunum og myndirnar af fuglunum eru í fallegum jarðlitum en þær eru einfaldar og skýrar. Svartar útlínur gefa myndunum skörp skil og vekja enn meiri athygli hjá barninu.

Skerpa og litir

Bækurnar Litlir goggar og Heimurinn eru virkilega vel hugsaðar bækur fyrir börn frá fæðingu og upp. Upplagt er að sýna börnum myndirnar, þá bæði í lestrarstund eða að stilla bókinni upp fyrir framan þau og leyfa þeim að virða fyrir sér myndirnar. Börnum þykir gaman að litum og formum og ég er nokkuð viss um að mér skjátlist ekki þegar ég segi að það sé einnig verulega þroskandi fyrir vaxandi heilabú. Hver mynd er einföld í sniðum og fær að njóta sín á heilli blaðsíðu sem er einnig stór plús til að skerpa athyglina. 

Báðar bækur eru mjög góðir og fallegir kostir fyrir ung börn en gott er að kenna börnum strax frá upphafi þann dýrmæta fjársjóð sem bækur hafa að geyma. Þá bæði sem listaverk og sem tæki til að víkka sjóndeildarhring okkar og í þeim tilgangi þykir mér mikilvægt að bjóða ávallt upp á vandað efni.

Lestu þetta næst

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...

Anniemenni

Anniemenni

Anniemenni (e. Annie bot) eftir Sierra Greer  Annie er vélmenni. Hún er með hleðslustöð í hælnum,...

Með iðrun úti

Með iðrun úti

Þrjár stúlkur á sautjánda ári pyntuðu skólasystur sína og kveiktu í henni í rólega breska...

Þú ert Blú!

Þú ert Blú!

Ég er mætt á söngleikinn Vitfús Blú og vélmennin. Ljósin kvikna og þrjár verur stíga á mitt sviðið. Þetta eru örlagaskvísurnar sem segja og syngja söguna með ákveðni og stæl. Sagan fjallar um nýjan heim, árið er 3033 og vélkvendið Algríma Alheimsforseti ætlar sér að taka yfir heiminn. En samkvæmt fornum spádómi eru örlög mannkynsins í höndum hins unga Vitfúsar Blú. Hann er eins konar messías sem þarf að bjarga öllum, þrátt fyrir að vera frekar klaufskur og einfaldur. Það er augljóst að verkið og sýningin er unnin með miklu hjarta alveg frá fyrstu drögum, mikil orka streymir frá leikhópnum og leikgleði einkennir verkið.

Ljóðræn hrollvekja

Ljóðræn hrollvekja

Þegar bækur sitja í huga manns lengi eftir lestur þá hefur maður dottið niður á góða bók, það er...