Hrekkjavökubækur fyrir börn

20. október 2025

Við ákváðum í tilefni skammdegisins, haustsins og komandi hrekkjavökuhátíðar, sem margir eru farnir að halda hátíðlega, að taka saman sérstakan hrollvekju-leslista fyrir börn. 

Hrollvekjur og hræðilegar sögur eru örugg leið fyrir börn til að kanna innra með sér ákveðna spennu, ótta og aðrar stórar tilfinningar. Á sama tíma valdeflast þau við upplifunina og þróa með sér sterka samkennd. Það er því tilvalið að leyfa börnum að fara í slíkt upplifunar-ferðalag. Jafnvel þó það hljómi óhuggulega.

Glænýjar

Skólinn í skrímslabæ
eftir Bergrúnu Írisi
Myndir eftir Tind Lilju

Þessi bók var að detta í bókabúðir!

Mannabarnið Eva Brá er nýjasti nemandi skólans í Skrímslabæ! Þar hittir hún fjöldann allan af skrítnum skrímslum, til dæmis lítinn svangan varúlf, hrekkjótta norn og vampíru með stæla.

Fyrir 6-12 ára.

Risaeðlugengið: Hrekkjavaka 
eftir Lars Rudebjer og Lars Mæhle

Hrekkjavaka er hræðilegasta (og skemmtilegasta) hátíð ársins. Gauti grameðla og Sölvi sagtanni fara í búninga og reyna að hræða litlu risaeðlurnar í hverfinu.

Fyrir 3-7 ára

Eldri en ennþá jafn góðar!

Skólaslit
eftir Ævar Þór Benediktsson
Myndir eftir Ara H.G. Yates

Umfjöllun Katrínar um Skólaslit 1
Umfjöllun Katrínar um Skólaslit 2

Fyrir 7-13 ára

Smáralindarmóri
eftir Brynhildi Þórarinsdóttur

Hlekkur að umfjöllun Rebekku á Lestrarklefanum 2023 

Fyrir 11-15 ára

Veikindadagur
Eftir Bergrúnu Írisi
Myndir eftir Simma

Hlekkur að umfjöllun Katrínar frá 2023

 Fyrir 12-16 ára

Nornasaga: Hrekkjavakan 
eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur 

Umfjöllun Rebekku um bókina 

Bókaserían um Sombínu
Barbara Cantini

Umfjöllun Rebekku um Sombínu

 Fyrir 5-10 ára

Húsið hennar ömmu og Húsið hans afa
Meritxell Martí

Umfjöllun Kristínar um bækurnar

 Fyrir 4 – 8 ára 

Sóley í undirheimum 
Eygló Jónsdóttir

Umfjöllun Lilju 

 Fyrir 5 – 9 ára

Spakur Spennikló og Slóttugi Sámur
– Skuggaskóli
eftir Tracey Corderoy og Steven Lenton

Vampírur, vesen og annað tilfallandi
Rut Guðnadóttir

Umfjöllun Katrínar 

 Fyrir 12-17 ára

Hryllilega stuttar hrollvekjur
eftir Ævar Þór Benediktsson

Umfjöllun Katrínar

 Fyrir 6 – 12 ára

Ekki – serían á Storytel
Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll

Umfjöllun Sjafnar 

 FYrir 6-12 ára 

Lestu þetta næst