Klassísk óreiða á grundfirsku náttborði.

Árið 2018 var settur á stuðningur við bókaútgefendur. Markmið laganna var að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. Tilgangurinn var góður og gildur og skal enginn kvarta undan því að veittur sé fjárstuðningur til bókaútgefanda. Ég held að þessi stuðingur sé almennt séð álitinn af því góða, þótt hann hafi verið gagnrýndur í gegnum árin. Til dæmis hefur verið gagnrýnt að hvorki rit- né myndhöfundar njóti góðs af styrknum, sem greiddur er beint til bókaútgefandnanna sjáfra – til fyrirtækja. Þannig fái listamennirnir ekki skerf af kökunni, þótt kakan sé engin án þeirra. Þú bakar ekki köku án hveitis eða sykurs. 

Lestrarklefinn hóf göngu sína snemma árs 2018. Síðan þá hefur undirrituð lesið ógrynni af alls kyns barna- og unglingabóku. Ég til mig hafa ágætis yfirsýn yfir útgáfu landsins í gegnum starf mitt sem bóksali, ritstjóri og móður. 

Síðustu ár hefur jólabókaflóðið í barnabókadeildinni verið gríðarlega stórt og mikið, þetta var sérstaklega áberandi 2021 og 2022. Á sama tíma hefur barnabókasala dalað. Það selst einfaldlega ekki eins mikið af bókum! Í fyrra voru allflestar bækur fyrir börn á aldrinum 6-16 ára hluti af seríu og út var að koma bók númer tvö eða þrjú í seríunni. Það er staðreynd að bækur númer tvö og þrjú seljast alltaf verr en bækur númer eitt í seríu. Á sama tíma og bækurnar verða fleiri er mín tilfinning að gæðunum sé að hraka. 

Manstu í Covid, þegar við vorum öll heima að hafa það huggulegt yfir kerti og spilum? Það var allt rólegt, þótt allar taugar væru þandar, kvíðinn að drepa okkur en kröfurnar til að sinna samfélagslegum skyldum utan heimilisins voru minni. Þótt óvissa hafi verið um framtíðina þá var allavega hægt að hafa það rólegt heima. Það var sett innspýting í bókaútgáfu og listir með Covid-styrkjum. Hvorki Íslensku barnabókaverðlaunin voru ekki veitt 2022 né Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Ekkert handrit þótti nægilega gott til útgáfu. Nú er Covid búið, heimsfaraldri lokið og lestin sem við sitjum í geysist áfram eftir sporinu á ógnarhraða, eftir smá hnökra. Við þeysumst áfram! Viðburðir hafa aldrei verið fleiri. Frestir eru stuttir og enginn hefur tíma! Tíminn er af skornum skammti, hann er lúxusvara. 

Ég er ekki með fulla yfirsýn yfir hverju kostnaður felst við útgáfu bóka en miðað við þá sprengingu sem hefur orðið við útgáfu barna- og unglingabóka, þá grunar mig að eitthvað hafi liðkast um fyrir útgáfunni með styrknum. Mætur maður sagði eitt sinn við mig, gamall bókaútgefandi, að það væri ekki endilega gott að útgáfa sé auðveldari í dag. Meira magn þýði ekki betri gæði. Í raun sé því alveg öfugt farið. Ég bíð spennt eftir að sjá hvað leynist í jólabókaflóðinu í ár. Þær bækur sem ég hef séð að eru væntanlegar lofa góðu og ég vona að jafnvægi sé að komast á bókamarkaðinn. Ég vona innilega að barnabækurnar sem verða í boði fyrir börnin okkar í ár verði vel unnar, prófarkalesnar, ritstýrðar í þaula með vönduðum myndlýsingum. Eins og verðlag er núna á bókum, þá eru bækur munaðarvara, og börnin okkar eiga skilið að fá góðar og vandaðar bækur. 

Ég hvet bókakaupendur að sama skapi til að leita aðstoðar í bókaverslunum til að finna réttu bókina. Bóksalar hafa oftar en ekki góða tilfinningu fyrir bókaflóðinu. 

 

Lestu þetta næst

Barn í breyttum heimi

Barn í breyttum heimi

Bókabeitan gaf út bókina Að breyta heiminum eftir Ingibjörgu Valsdóttur fyrir stuttu. Bókin er...

Dulmögnuð spennusaga

Dulmögnuð spennusaga

Nýlega kom út framhald bókarinnar Dauðaleit eftir Emil Hjörvar Petersen inn á Storytel. Bannhelgi...

Föst í Hulduheimi

Föst í Hulduheimi

Það er farið að líða á haustið. Úti er rökkur, rakt og kalt. Náttúran fellur í dvala og sjálf...