Rithornið: Kátt í koti og höll

KÁTT Í KOTI OG HÖLL

eftir Jónínu Óskarsdóttur

 

Alltaf er mér hlýtt til þeirra systra Margrétar, Benediktu og Önnu Maríu. Hún er yngst systranna en giftist barnung útlendingi og fór að heiman. Næst gekk Margrét sú elsta í það heilaga og þá varpaði maður öndinni léttar því það hefði verið leiðinlegt fyrir hana ef Benedikta hefði verið á undan því Margrét er elst. Að lokum gekk Benedikta út og þá voru þær systurnar allar komnar í örugga höfn eða það hefði maður ætlað en ekki fer allt sem skyldi. Þeim Önnu Maríu og Konstantín manni hennar var steypt af stóli þegar herforingjastjórnin í Grikklandi rændi völdum og þessi ungu fallegu konungshjón með litlu dóttur sína, hana Alexíu, send í útlegð og voru ekki einu sinni velkomin heim til Danmerkur þegar sjálf krónprinsessan systir hennar giftist honum Henrik prins  sem var alveg afburða glæsilegur í sínu ungdæmi. Þýski prinsinn hennar Benediktu, Richard sem var með ættarnöfnin Wittgenstein-Berleburg á hreinu, var aftur á móti ekkert fyrir augað en ábyggilega ágætis maður, allavega mikill og góður hestamaður. Nú eru þær Margrét og Benedikta glaðlegar ekkjur en Anna María og Konstantín geta loks um frjálst höfuð strokið á grískum eyjum sólbrún í ellinni barnung og sísæl í minningunni frá myndunum í Familie Journal.

 

[hr gap=”30″]

nína Óskarsdóttir/Nína er með MA. í menningarmiðlun og er bókavörður af guðs náð. Mörg undanfarin ár hefur hún tekið viðtöl fyrir tímaritið Heima er bezt. Örsögur hafa birst eftir hana í tímaritum og ljóð m.a. í TMM og Lestrarklefanum. Hún er óútgefið ungskáld í eldri kantinum og stundar MA nám í ritlist við HÍ.

Hún vinnur nú að viðtalsbók um konurnar á Eyrarbakka.

Lestu þetta næst

Júlían er fullkominn

Júlían er fullkominn

Aumingja Efia er bara átta ára og stjúpmamma hennar pínir hana til að lesa með sér barnabækur til...

Gratíana fullorðnast

Gratíana fullorðnast

Benný Sif Ísleifsdóttir stimplaði sig rækilega inn á rithöfundasenuna á Íslandi við útgáfu fyrstu...

Héragerði yfir páskana

Héragerði yfir páskana

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er líklega best þekkt fyrir bráðfyndnar og beint-í-mark myndasögur. Til...

Systkinin í Rumpuskógi

Systkinin í Rumpuskógi

Systkinin Teddi og Nanna eru ákaflega samheldin refasystkin og búa saman í Stóru borg, þar sem öll...

Edinborg í aðalhlutverki

Edinborg í aðalhlutverki

Nú er farið að líða að aðventunni og því tilvalið að taka því rólega, búa sér til heitt súkkulaði...