Hrollvekjandi bækur á Hrekkjavöku

Hrekkjavaka, ó Hrekkjavaka. Þessi hefði hefur svo sannarlega rutt sér til rúms hér á Íslandi. Meira að segja ég hef skorið út grasker og haft gaman af því. Það er eitthvað við Hrekkjavökuna sem er skemmtilegt og ef það vantar eitthvað í lífið þá er það meiri skemmtun. Svo látum hræða okkur um Hrekkjavökuna, könnum óttann og huggum okkur dagana á eftir við það að það er ekkert að óttast. Hérna eru nokkrar bækur sem nýtast vel til að hræða okkur og aðra. 

Barnabækur sem fá hárin til að rísa

Skólaslit eftir Ævar Þór Benediktsson

Þessi hrollvekjandi barna- og unglingabók er ein sú allra svakalegasta. Það er blóð á hverri síðu, hrikalegir uppvakningar og ég veit ekki hvað. Þessi bók hefur allt. 

Skemmtilega og skelfilega húsið hennar ömmu eftir Mertixell Martí og Xavier Salomó.

Hér er aðeins saklausari bók, en heldur þó í þemað. Ungur drengur heimsækir ömmu sína, en það er sko ekki allt sem sýnist hjá þeirri gömlu. Bráðskemmtileg flipabók fyrir yngstu lesendurna.

Hryllilega stuttar hrollvekjur eftir Ævar Þór Benediktsson

Það verðu bara að segjast eins og er að Ævar Þór hefur fyrir löngu sérhæft sig í að skrifa bækur sem hræða börn. Þessar stuttsögur eru mjög hrollvekjandi. 

Sombína eftir Barböru Cantini

Sagan af Sombínu er falleg saga um vináttu. Hún er bara líka uppvakningur og getur tekið af sér hausinn. Bókin er með gullfallegum teikningum og hentar vel í léttlesturinn.

Nornasaga: Hrekkjavakan eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur

Nornasögu þríleikurinn er skemmtileg blanda af hversdagsleika og töfrum. Katla þarf að glíma við nornina Gullveigu. Hentar mjög vel í kvöldlesturinn. 

Öll í hóp á einum sóp eftir Juliu Donaldson og Axel Scheffler

Bráðskemmtileg, leikandi létt bók fra höfundum Greppiklóar. Norn á sóp hittir alls kyns dýr en lendir svo i honum kröppum. Til allrar hamingju koma dýrin til hjálpar. Hentar vel yngstu lesendunum, ekki síst í kvöldlestrinum. 

Hrollvekjur fyrir fullorðna

Dauðaleit eftir Emil Hjörvar Petersen

Hér kemur Emil Hjörvar með virkilega hrollvekjandi glæpasögu sem hittir beint í mark. Spennan helst alla leið til loka bókarinnar og hið dulræna er ekki langt undan.

 

World War Z eftir Max Brooks

Í þessari bók eru ekki aðeins uppvakningar, heldur veira og heimsendir í þokkabót. Er hægt að biðja um meira? Það er líka vel hægt að mæla með hljóðbókinni. Er hægt að biðja um meira?

Hin ódauðu eftir Johan Egerkrans

Ef þú vilt kynna þér öll skrímsli sem til eru, raðað upp eftir heimsálfum, þá er bókin Hin ódauðu tilvalin fyrir þá rannsóknarvinnu. Hér eru gullfallegar og hrikalegar teikningar af alls kyns ógeði. Ég mæli með!

Lestu þetta næst

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.

Tifandi rauðar klukkur

Tifandi rauðar klukkur

Sagan Rauðar klukkur (e. Red Clocks) gerist í Norður-Ameríku, í óljósri náframtíð. Þungunarrof eru...