Sjö hjónabönd, vættir og jólasögur

Rebekka Sif, Katrín Lilja og Sæunn spjalla um Dalinn eftir Margréti Höskuldsdóttur.

Nýjasti þáttur Lestrarklefans á Storytel er kominn í loftið! Rebekka Sif slær á þráðinn við Evu Rún Þorgeirsdóttur og ræddi um Sögur fyrir jólin, jóladagatal Storytel, og nýja framtíðarsögu fyrir börn Skrímslin vakna.

Svo má heyra dásamlegan lestur Margrétar Vilhjálmsdóttur leikkonu úr hinni geysivinsælu bók Sjö eiginmenn Evelyn Hugo, sem er nú loksins komin út á íslensku. Sunna Dís Másdóttir þýðir, Bókabeitan gefur út.
Katrín Lilja, Saeunn og Rebekka Sif ræða svo um Sjö eiginmenn Evelyn Hugo og spennutryllirinn Dalinn eftir Margréti Höskuldsdóttur.

Þátta­stjórn er í hönd­um rit­höf­und­ar­ins Re­bekku Sifjar Stef­áns­dótt­ur sem er einnig aðstoðarrit­stjóri Lestrarklefans. Við viljum sérstaklega þakka Brá verslun fyrir fallegan fatnað sem bæði Rebekka og Katrín klæðast.

Eva Rún Þorgeirsdóttir og Rebekka Sif spjalla um Sögur fyrir jólin, jóladagatal Storytel.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.