Hans Bjarni Sigurbjörnsson er nemandi í 7. bekk í grunnskólanum í Grundarfirði og er þátttakandi í samstarfi Lestrarklefans og skólabókasafns skólans í Grundó eins og krakkarnir kalla heimabæinn sinn. Hans Bjarni tók að sér að lesa nýjustu viðbót bókaútgáfunnar Frosks á ævintýrunum um þá Sval og Val, Svalur og Valur á valdi kakkalakkanna.

Árið er 1942 og heimsstyrjöldin síðari er brostin á. Þjóðverjar hafa haldið innrás sína í Belgíu og þegar bókin hefst storma sveitir Hitlers inn í Brussel til að sölsa borgina undir sig og þar með ná stjórn alls landsins. En Svalur og Valur eru ekki af baki dottnir og þeir, ásamt andspyrnuhreyfingu Belga, reyna þeir að verjast innrás nasista.

Bókin betri en kápan

Það hlýtur að vera skrýtið fyrir 12 ára gamlan strák á Snæfellsnesinu að hverfa tæp hundrað ár aftur í tímann og Hans Bjarni segist ekki alveg hafa náð tengingu við bókina. „Það var mikið um þýskuslettur sem ég skildi ekki og þar með var oft erfitt að ná samhenginu,“ segir hann. „Ég hafði heldur aldrei lesið bók um Sval og Val og vissi ekki á hverju ég átti von.“

Bókin er þó fyndin að hans mati, sér í lagi eru teikningarnar vel gerðar og mikill húmor í þeim „þó þær hafi stundum verið mjög blóðugar eru þær samt fyndnar“ bætir hann við og hlær.

„Ég væri alveg til í að lesa meira um þessa tvo og ég mæli alveg með þessari bók, allavega fyrir minn aldur,“ segir Hans Bjarni en bætir þó við að hann hefði sennilega ekki valið hana sjálfur þar sem kápan var ekki heillandi að hans mati. Það kom því á óvart hvað bókin var skemmtilegri en hann hafði ímyndað sér.

En les Hans Bjarni  mikið af teiknimyndasögum? Jú, mikil ósköp og uppáhaldspersónan hans er Kapteinn Ofurbrók.

Lestu þetta næst

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Sorg og sorgarúrvinnsla, að sættast við dauðann, að sættast við það að vera ófullkomin manneskja með ófullkomin tengsl við aðra. Þetta eru aðalumfjöllunarefni Birnis Jóns Sigurðssonar í nýjasta leikverki hans Sýslumaður dauðans sem er nú í sýningu í Borgarleikhúsinu. 

Góðmæðraskólinn

Góðmæðraskólinn

Varst þú að eignast barn? Ertu bugað heima með ungviðið og langar bara í smá pásu frá serjósi,...

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....