Daily Archives: 25/04/2019

Ian McEwan hlaut bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

Í dag voru bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness afhent í fyrsta sinn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti að Ian McEwan hlyti verðlaunin í ár, en athöfnin var hluti af Bókmenntahátíð í Reykjavík sem stendur til og með 27. apríl. Verðlaunin voru afhent í Veröld, húsi Vigdísar að viðstöddu margmenni. Forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálarráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Forlagið,…

Hildur hlaut hnossið fyrir Ljónið

Hildur Knútsdóttir hlaut í gær Barnabókaverðlaun Reykjavíkur fyrir bókina Ljónið. Borgarstjóri veitti verðlaunin í Höfða en þetta er í 47. sinn sem þau eru veitt. Guðni Kolbeinsson fékk verðlaun fyrir bestu þýðingu fyrir bókina Villimærina fögru og Rán Flygenring fékk verðlaun fyrir myndskreytingar í bókinni Sögunni um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um…

Börnin hafa tilnefnt sínar uppáhaldsbækur!

Í gær var tilkynnt um Bókaverðlaun barnanna á Borgargókasafninu. Árlega tilnefna börn þær bækur sem þeim þykja skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar. Árið í ár er 18 árið sem Bókaverðlaun barnanna verða afhend. Börn af öllu landinu gátu kosið um sína uppáhaldsbók, af 117 bókum. Nú hafa tíu hlutskörpustu bækurnar verið valdar, fimm þýddar bækur og…

Svakaleg byrjun og góð afþreying

Ég, eins og svo margir Íslendingar, og jarðarbúar ef út í það er farið, fór upp í bústað um páskana og tók vitaskuld með mér bækur. Ein af þeim var páskakrimminn Þar sem ekkert ógnar þér eftir hollenska höfundinn Simone van der Vlugt en hún er einn þekktasti glæpasagnahöfundur Hollands. Bókin hefur fengið glimmrandi viðtökur og…

Meira af Rummungi ræningja

  Ég held ég geti fullyrt eftir lestur síðustu daga að barnabækur eru svo miklu meira en bara ÞAÐ. Bækur okkar fullorðna fólksins eru flokkaðar niður í ótal undirflokka en börn eiga eiginlega bara einn flokk. Það er algjör vitleysa. Ég vil halda því fram að einn af undirflokkum barnabóka séu glæpasögur og að undirflokkarnir séu…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is