Hrekkjavökubækur fyrir börn

20. október 2025

Við ákváðum í tilefni skammdegisins, haustsins og komandi hrekkjavökuhátíðar, sem margir eru farnir að halda hátíðlega, að taka saman sérstakan hrollvekju-leslista fyrir börn. 

Hrollvekjur og hræðilegar sögur eru örugg leið fyrir börn til að kanna innra með sér ákveðna spennu, ótta og aðrar stórar tilfinningar. Á sama tíma valdeflast þau við upplifunina og þróa með sér sterka samkennd. Það er því tilvalið að leyfa börnum að fara í slíkt upplifunar-ferðalag. Jafnvel þó það hljómi óhuggulega.

Glænýjar

Skólinn í skrímslabæ
eftir Bergrúnu Írisi
Myndir eftir Tind Lilju

Þessi bók var að detta í bókabúðir!

Mannabarnið Eva Brá er nýjasti nemandi skólans í Skrímslabæ! Þar hittir hún fjöldann allan af skrítnum skrímslum, til dæmis lítinn svangan varúlf, hrekkjótta norn og vampíru með stæla.

Fyrir 6-12 ára.

Risaeðlugengið: Hrekkjavaka 
eftir Lars Rudebjer og Lars Mæhle

Hrekkjavaka er hræðilegasta (og skemmtilegasta) hátíð ársins. Gauti grameðla og Sölvi sagtanni fara í búninga og reyna að hræða litlu risaeðlurnar í hverfinu.

Fyrir 3-7 ára

Eldri en ennþá jafn góðar!

Skólaslit
eftir Ævar Þór Benediktsson
Myndir eftir Ara H.G. Yates

Umfjöllun Katrínar um Skólaslit 1
Umfjöllun Katrínar um Skólaslit 2

Fyrir 7-13 ára

Smáralindarmóri
eftir Brynhildi Þórarinsdóttur

Hlekkur að umfjöllun Rebekku á Lestrarklefanum 2023 

Fyrir 11-15 ára

Veikindadagur
Eftir Bergrúnu Írisi
Myndir eftir Simma

Hlekkur að umfjöllun Katrínar frá 2023

 Fyrir 12-16 ára

Nornasaga: Hrekkjavakan 
eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur 

Umfjöllun Rebekku um bókina 

Bókaserían um Sombínu
Barbara Cantini

Umfjöllun Rebekku um Sombínu

 Fyrir 5-10 ára

Húsið hennar ömmu og Húsið hans afa
Meritxell Martí

Umfjöllun Kristínar um bækurnar

 Fyrir 4 – 8 ára 

Sóley í undirheimum 
Eygló Jónsdóttir

Umfjöllun Lilju 

 Fyrir 5 – 9 ára

Spakur Spennikló og Slóttugi Sámur
– Skuggaskóli
eftir Tracey Corderoy og Steven Lenton

Vampírur, vesen og annað tilfallandi
Rut Guðnadóttir

Umfjöllun Katrínar 

 Fyrir 12-17 ára

Hryllilega stuttar hrollvekjur
eftir Ævar Þór Benediktsson

Umfjöllun Katrínar

 Fyrir 6 – 12 ára

Ekki – serían á Storytel
Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll

Umfjöllun Sjafnar 

 FYrir 6-12 ára 

Lestu þetta næst

Að þekkja tilfinningarnar

Að þekkja tilfinningarnar

Í fyrra kom út bókin Litaskrímslið hjá Drápu en hún er bráðskemmtileg bók um stúlku sem hjálpar...

Raddir sem heyrast of sjaldan

Raddir sem heyrast of sjaldan

Ég vildi að ég hefði fæðst strákur er fyrsta útgefna skáldsaga Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, sem er...

Tilbrigði við sannleika

Tilbrigði við sannleika

Staðreyndirnar er þriðja skáldsaga Hauks Más Helgasonar, sem er menntaður heimspekingur og hefur...