Tagged Íslenskar bókmenntir

Kláði

Það eru komnir heilir tveir mánuðir síðan ég las Kláða, smásagnasafn Fríðu Ísberg. (Þetta er asnalega langur tími til að láta líða á milli lesturs og bloggskrifa, en þetta er þó ekki nema dæmigert fyrir verkskipulag mitt það sem af er þessu ári, þar sem mér hefur tekist að gera mjög lítið á löngum tíma.)…

Ein færsla, tvær bækur! Kópavogskrónika og Horfið ekki í ljósið

Á meðal þeirra fjölmörgu bóka sem mig langaði að fá í jólagjöf voru Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur og Horfið ekki í ljósið eftir Þórdísi Gísladóttur. Ósk mín rættist reyndar ekki, en við hjónin björguðum því með sameiginlegu skiptiátaki og státum nú af báðum titlunum uppi í hillu. (Og það er ekki lítil upphafning fyrir bók,…

Ljóðlegur hversdagsleiki í lífi Hryggdýrs

Ég hef það stundum á tilfinningunni að það að lesa ljóð sé aðeins sport sem bókmenntaséní og fræðifólk brilleri í; að alþýðleg Reykjavíkurmær, eins og ég, eigi þar með ekkert í að vera að spá og spekúlera í merkingu ljóða. Ég tók þessar efasemdir um hæfni mína til að rýna í ljóðabækur og lagði þær…

Listamannalaun, minningaskáldsaga um partí

Það verður að segjast að ég hafði þónokkra fordóma gagnvart bókinni Listamannalaun áður en ég byrjaði að lesa hana. Í fyrsta lagi er hún titluð „minningaskáldsaga“, en það er vaxandi ósiður að fólk þurfi sérstaklega að afsaka endurminningar sínar með þessum hætti. Eins og það sé ekki bara sjálfsagt að allar minningar séu að einhverju…

Geimverur og gæludýr

Bækurnar um bernskubrek Ævars vísindamanns, sem eru skrifaðar af Ævari Þóri Benediktssyni, eru orðnar þrjár. Gestir utan úr geimnum er þriðja bókin í þeim bókaflokki en jafnframt sú fyrsta sem er lesin hér á bæ. Því skal þó bætt við að ég hef beðið þess með óþreyju að lestrar- og bókaáhugi afkvæmanna kæmist á þann stað…

Af tvennum tímum Hólmfríðar Hjaltason

Í jólabókaflóðinu á síðasta ári leyndist fagurbleik bók. Mér áskotnaðist bókin enda var lýsingin á bókinni nokkuð spennandi: Endurminnigar Hólmfríðar Hjaltason, skráðar af Elínborgu Lárusdóttur. Bókin kom fyrst út árið 1949 en var endurútgefin árið 2017. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og langömmubarn Hólmfríðar, skrifar formála að bókinni. Hólmfríður þessi fæddist 1870 og dó 1948…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is