Monthly Archives: júlí 2018

Ljúfsárar ástarsögur frá íslenskum konum

Þegar að maður er upptekinn við að leita að ástinni þá er ágætt að heyra sögur annarra kvenna af leit sinni að ástinni. Ástarsgöru íslenskra kvenna er einstök bók. Sögurnar eru auðvitað eins misjafnar og þær eru margar. En allar eru þær einlægar og fallegar. Sú stysta er aðeins ein setning og það voru ófá tár…

Litla bókabúðin í hálöndunum

Ég átti mjög erfitt með að byrja á Litlu bókabúðinni í hálöndunum eftir Jenny Colgan, en þegar ég komst inn í hana varð ég algjörlega hugfangin. Bækur Jenny Colgan hafa verið vinsælar í sumar og nýjasta bókin hennar, Sumar í litla bakaríinu við strandgötu situr í öðru sæti á metsölulista Eymundsson. Bókunum fylgir léttur andi sem henta…

Allt um það sem móðir mín las í fæðingarorlofinu

Fyrsta (og þar til nú eina) færslan sem ég setti inn á þetta bókablogg fjallaði um Orlandó, síðustu bókina sem ég náði að klára áður en ég fæddi barn. Nú er það barn orðið hálfs árs, en sex mánuðir er einmitt hámarkslengd hins opinbera fæðingarorlofs sem í boði er fyrir móður á Íslandi. Á þessu…

Dystópía án óreiðu

Flestar dystópíu-sögur og heimsendabækur byrja á róleguheitum og enda í óreiðu. Greiningu mína byggi ég á að sjálfsögðu á heimsenda Hollywood-myndum. Ágætis skemmtun inn á milli. Það er eitthvað svo spennandi að fylgjast með manneskjum berjast við dauðann, reyna á þolmörkin og bjarga heiminum. Ég hef ekki lesið margar bækur um sama efni, þótt mín…

Svín í rími

Svínið Pétur lifir yndislegu, mínímalísku lífi. Hann á einn sandala og gítar sem hann glamrar á á götuhorni. Hann á húsið Setur og er bara alsæll í sínum heimi. Það kemur honum því spánskt fyrir sjónir þegar önnur dýr fara að ágirnast alla hans hluti og bjóða honum gull og græna skóga í skiptum. Svíninu…

Brunahani á strigaskóm

Það er erfitt að skrifa barnabækur. Börn vilja ekki hvað sem er og svo eru börn eins mismunandi og þau eru mörg. Það er erfitt að velja bók fyrir börn og það sem hentar einu hentar kannski ekki því næsta. Á okkar heimili hafa hvers kyns vísur í barnabókum alltaf verið vinsælar. Það er ekki…

Ástin í óbyggðunum

Bók Lily King, Sæluvíma, kom út fyrir stuttu í þýðingu Ugga Jónssonar. Bókin kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 2014 og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna um allan heim og verið gefin út í fimmtán löndum. Bókaútgáfan Angústúra gefur bókina út á Íslandi og er hún fjórða bókin í áskriftarröð þeirra. Strax á fyrstu…

Endurtekin líf Harry August

Harry August fæðist, lifir lífi sínu og deyr, rétt eins og við öll. Hann er þó nokkuð frábrugðinn venjulegu fólki því hann fæðist aftur og aftur, á sama stað, á sama tíma af sömu foreldrum með fullkomið minni af fyrra lífi sínu. Harry August er Ourobouran og einstakur meira að segja í þeim hópi, af…

Systkinin fundin

Eftir að ég kláraði að lesa Raddir úr húsi loftskeytamannsins var ég logandi spennt að lesa Samfeðra eftir Steinunni G. Helgadóttur. Bókin er ekki sögð framhald af Raddir úr húsi loftskeytamannsins og að vissu leiti er ég því sammála en samt örlítið ósammála því fjölmargar persónur sem komu fyrir í Röddunum koma aftur fyrir í Samfeðra. Sjálfri þótti mér dýrmætt…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is