Bækur sem jóladagatal

Penni: Katrín Lilja

Það styttist í jólin og börnin fara að hlakka til. Biðin er nær óbærileg og þá er kannski gott að geta gripið í eitthvað skemmtilegt til að gera biðina ögn bærilegri. Góð saga sem hægt er að lesa dag eftir dag kemur sér vel. Hér á eftir koma því nokkrar bækur sem ganga ágætlega sem jóladagatal.

Við mælum með því að taka frá stund yfir daginn til að lesa saman, kveikja á kerti og narta í piparköku. Það er dýrmætt að eiga saman góða stund, ekki síst núna fyrir jólin.

[hr gap=”30″]

Snjósystirin eftir Maju Lunde með myndýsingum eftir Lisu Aisato

Snjósystirin er hjartnæm saga eftur Maju Lunde sem segir frá Júlían sem á afmæli á aðfangadag og oftast eru jólin uppáhaldstíminn hans. En árið í ár er öðruvísi. Stórasystir hans dó um sumarið og fjölskyldan er þjökuð af sorg. Dag einn í desember vingast hann við hina lífsglöðu Heiðveigu. Hún brosir breiðar en nokkur sem hann hefur kynnst, hlátur hennar er hár og smitandi og hún finnur upp á alls konar fjöri. En það er eitthvað dularfullt við hús fjölskyldu hennar. Gamall og skuggalegur maður er þar oft á vappi – af hverju er hann svona reiður? Og hvað hefur Heiðveig að fela?

Maja Lunde er höfundur loftslagsfjórleiksins en tvær bækur hafa komið út eftir hana úr þeim fjórleik á íslensku, Blá og Saga býflugnanna.

 

 

[hr gap=”30″]

Hvuttasveinar eftir Ásrúnu Magnúsdóttur með myndlýsingum Iðunnar Örnu

Í fyrra kom út ljóðakverið um Hvuttasveina eftir Ásrúnu. Bókin segir frá hinum skoplegu hundum jólasveinanna. Hægt er að lesa stutta vísu um hvern hvutta þann dag sem sá jólasveinninn hans kemur til byggða. Tilvalin skógjöf fyrir börn sem elska hunda.

 

 

 

[hr gap=”30″]

Jólasveinarannsóknin eftir Benný Sif Ísleifsdóttur með myndlýsingum Elínar Elísabetar

Baldur þráir ekkert heitar en að komast að því hver það er sem gefur í skóinn. Hann og félagar hans eru einstaklega útsjónarsamir og finna alls kyns leiðir til að komast að því sanna í málinu. Vopnaðir Ipad og vasaljósum eru þeir staðráðnir í að komast að leyndarmálinu á bak við skógjafirnar.

Benný Sif hefur vakik mikla athygli fyrir aðra skáldögu sína Hansdætur í ár, en áður hefur hún gefið út bókina Gríma  og Álfarannsóknin.

 

 

 

[hr gap=”30″]

Jólapakkið eftir Helgu Sv. Helgadóttur og Kristínu Karlsdóttur með myndlýsingum Ásbjörns Erlingssonar

“Þegar sagan hefst í Reykjavík framtíðarinnar, hafa ekki verið haldin jól svo áratugum skiptir enda talin til óþarfa. Þann 1. desember árið 2100 fær Grýla sig fullsadda af ólátunum í jólasveinunum og ákveður að reka þá úr hellinum til sinna hefðbundnu starfa. Til þess þarf hún að endurvekja jólaandann úr fortíðinni en það verk er einungis á færi góðra barna og vélmenna.”

 

 

 

[hr gap=”30″]

Jólasveinar nútímans eftir Ólíver Þorsteinsson með myndlýsingum Tómasar Leó Þorsteinssonar

Jólasveinar nútímans er gamansöm bók með blöndu af stuttum vísum og örsögum af jólasveinunum. “Ketkrókur er orðinn vegan, Giljagaur vill ennþá mjólk beint úr spena, Skyrgámur er með mjólkuróþol, Grýla er Instagram-stjarna og Leppalúði er heimavinnandi húsfaðir.”

Hægt er að velja á milli þess að lesa kvæði eða smásögu, eða bara bæði í einu, og telja þannig niður til jóla – einn jólasvein í einu.

 

 

 

Lestu meira

Í ástarsorg í Víetnam

Í ástarsorg í Víetnam

Það má með sanni segja að heimurinn hafi minnkað töluvert í pestarástandinu sem ríkir í heiminum. Ferðalög á milli landa liggja niðri að mestu og sjálf hef ég ekki ferðast út fyrir Íslandsstrendur síðan 2019, eins og eflaust flestir landsmenn. Það því dýrmætt að geta...