Sumarið er komið og þá er erfiðara að halda krökkum við efnið í lestrinum. Ég hvet foreldra og forráðamenn til að skrá börnin í sumarlestur á bókasafninu, sé það í boði í þínu nágrenni.
Barnabókaútgáfa að sumri er orðin nokkuð öflug og fjölmargir nýir titlar streyma til lesenda. Á listanum hér að neðan eru nokkrar þeirra nýju bóka sem út eru komnar.
Listinn er alls ekki tæmandi, því góðar bækur eru á hverju strái. Hér er annar listi sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Bókunum er raðað upp eftir erfiðleikastigi, sú auðveldasta efst og þyngsta neðst. Þannig ættu allir að geta fundið einhverja bók við sitt hæfi. Töluvert fleiri léttlestrarbækur eru á listanum, enda eru nýjustu lesendurnir þeir sem þurfa helst af öllu að halda sér við efnið og rækta nýjan hæfileika yfir sumarið.
Okkur var bent á að Læsisvefurinn er með stórskemmtilega sumarlestraráskorun fyrir bókabéusa!
Stjáni og stríðnispúkarnir
Serían segir frá Stjána sem finnur púka í gamalli kommóðu í herberginu sínu. Þeir eru stríðnir en góðir og hafa einstak lag á að koma sér í klemmu. Í maí kom út sjöunda bókin í flokkinum. Bókin hentar 6 ára og eldri.
Bækurnar um Dinnu
Hamingjustundir Dinnu, Hjartað mitt skoppar og skellihlær og Ég var svo hamingjusöm… fjalla allar um hina sex ára Dinnu og vinkonu hennar Ellu Fríðu. Bækurnar henta öllum börnum og eru gríðarlega vinsælar á skólabókasöfnum. Svo ef barnið þitt hefur fyrir tilviljun ekki lesið bækurnar, otaðu þeim að því í sumar. Frábærar fyrir krakka frá fimm ára aldri.
Sombína
Bækurnar eru vel myndlýstar, bráðfyndnar og grípandi. Það er auðvelt að lesa þær aftur og aftur. Til eru fjórar bækur um Sombínu.
Bekkurinn minn
Í Bekkurinn minn kynnist lesandinn einu barni úr bekknum í hverri bók. Bækurnar eru aðgengilegar og lýsa íslenskum raunveruleika á skemmtilegan hátt.
Spæjarastofa Lalla og Maju
Bækurnar eru ríkulega myndlýstar, en með heilum síðum af texta inn á milli svo lesandinn þarf að vera nokkuð sleipur í lestri. Hentar fyrir 7 ára og eldri.
Hrollvekjur Ævars
Ævar Þór gaf út Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur í apríl. Ekki er mælt með að lesa bækurnar að vetri til og því tilvalið að lesa að sumri. Hentar þeim sem þora…
Kiddi klaufi
Kiddi klaufi er alltaf vinsæll, það eru til nær óteljandi bækur um Kidda svo ef barnið þitt dettur niður í þessar bækur í sumar er engin hætta á að það verði uppiskroppa með lesefni. Bækurnar eru fyndnar og auðveldar í lestri. Henta fyrir 8 ára og eldri.
Bækur David Walliams
Bækur Walliams njóta gríðarlega vinsælda hér á landi sem og annar staðar. Fyrir stuttu kom út ný bók á íslensku eftir þennann vinsæla höfund, Herra Fnykur. Bækurnar eru fyndnar, ruglaðar, ýktar og flippaðar og tala við krakka á jafningjagrundvelli. Flestir krakkar kolfalla fyrir bókum Walliams, en ef til vill eru bækurnar um verstu börnin besti inngangspunkturinn í ritverk Walliams. Henta fyrir 8 ára og eldri.
Palli Playstation eftir Gunnar Helgason
Gunnar Helgason sendi frá sér nýja bók um fjölskyldu Stellu fyrir stuttu. Aðdáendur Stellu ættu ekki að láta þessa síðustu bók úr fjölskyldusögunni fram hjá sér fara! Hentar fyrir alla.
Bráðum áðan eftir Guðna Líndal Benediktsson
Klikkuð rússíbanareið fram í tímann með Söruh og frænku hennar. Alkemía, áhyggjur og allt þar á milli. Spennandi bók sem allir sem þrá spennu og hraða ættu ekki að missa af. Hentar fyrir 10 ára og eldri.
Dóttir hafsins eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur
Saga unglingsstúlku frá Vestfjörðum sem upplifir mögnuð ævintýri í undirdjúpunum. Kristín skapar metnaðarfullan neðansjávarheim og blandar inn í sögunar svolítilli rómantík. Blanda sem ætti að draga flesta unglinga djúpt á kaf í lesturinn. 12 ára og eldri.
Á hjara veraldar eftir Geraldine McCaughrean
Árið er 1727 og níu drengir eru settir í land á Kappadranga, þar sem safna á fuglum, eggjum og fiðri í tvær vikur. En svo kemur enginn að sækja þá… Sagan er byggð á raunverulegum atburðum frá St. Kildu við strendur Skotlands. Áhrifamikil og átakanleg saga. Hentar fyrir 12 ára og eldri.
Á morgun þegar stríðið hófst eftir John Marsden
Nokkur ungmenni fara í ferðalag í Víti í Ástralíu. Þegar þau snúa aftur heim er allt breytt, allir eru horfnir og húsdýrin liggja dauð. Sagan er mjög spennandi en í henni leynist líka rómantík. Von er á fleiri bókum í seríunni. Hentar fyrir 14 ára og eldri.
Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur
Sterk hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár og er þriðja bókin sem hlýtur þessi verðlaun. Sagan segir af Birtu, sem er að fóta sig í nýju lífi í Reykjavík eftir að hafa komið út sem trans við lítinn fögnuð fjölskyldunnar. Inn í söguna fléttast ráðgáta sem leiðir lesandann inn í myrkan heim mansals. Hentar fyrir 14 ára og eldri.
Kiddi klaufi
Kiddi klaufi er alltaf vinsæll, það eru til nær óteljandi bækur um Kidda svo ef barnið þitt dettur niður í þessar bækur í sumar er engin hætta á að það verði uppiskroppa með lesefni. Bækurnar eru fyndnar og auðveldar í lestri. Henta fyrir 8 ára og eldri.
Bækur David Walliams
Bækur Walliams njóta gríðarlega vinsælda hér á landi sem og annar staðar. Fyrir stuttu kom út ný bók á íslensku eftir þennann vinsæla höfund, Herra Fnykur. Bækurnar eru fyndnar, ruglaðar, ýktar og flippaðar og tala við krakka á jafningjagrundvelli. Flestir krakkar kolfalla fyrir bókum Walliams, en ef til vill eru bækurnar um verstu börnin besti inngangspunkturinn í ritverk Walliams. Henta fyrir 8 ára og eldri.
Palli Playstation eftir Gunnar Helgason
Gunnar Helgason sendi frá sér nýja bók um fjölskyldu Stellu fyrir stuttu. Aðdáendur Stellu ættu ekki að láta þessa síðustu bók úr fjölskyldusögunni fram hjá sér fara! Hentar fyrir alla.
Bráðum áðan eftir Guðna Líndal Benediktsson
Klikkuð rússíbanareið fram í tímann með Söruh og frænku hennar. Alkemía, áhyggjur og allt þar á milli. Spennandi bók sem allir sem þrá spennu og hraða ættu ekki að missa af. Hentar fyrir 10 ára og eldri.
Dóttir hafsins eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur
Saga unglingsstúlku frá Vestfjörðum sem upplifir mögnuð ævintýri í undirdjúpunum. Kristín skapar metnaðarfullan neðansjávarheim og blandar inn í sögunar svolítilli rómantík. Blanda sem ætti að draga flesta unglinga djúpt á kaf í lesturinn. 12 ára og eldri.
Á hjara veraldar eftir Geraldine McCaughrean
Árið er 1727 og níu drengir eru settir í land á Kappadranga, þar sem safna á fuglum, eggjum og fiðri í tvær vikur. En svo kemur enginn að sækja þá… Sagan er byggð á raunverulegum atburðum frá St. Kildu við strendur Skotlands. Áhrifamikil og átakanleg saga. Hentar fyrir 12 ára og eldri.
Á morgun þegar stríðið hófst eftir John Marsden
Nokkur ungmenni fara í ferðalag í Víti í Ástralíu. Þegar þau snúa aftur heim er allt breytt, allir eru horfnir og húsdýrin liggja dauð. Sagan er mjög spennandi en í henni leynist líka rómantík. Von er á fleiri bókum í seríunni. Hentar fyrir 14 ára og eldri.
Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur
Sterk hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár og er þriðja bókin sem hlýtur þessi verðlaun. Sagan segir af Birtu, sem er að fóta sig í nýju lífi í Reykjavík eftir að hafa komið út sem trans við lítinn fögnuð fjölskyldunnar. Inn í söguna fléttast ráðgáta sem leiðir lesandann inn í myrkan heim mansals. Hentar fyrir 14 ára og eldri.