by Kristín Björg Sigurvinsdóttir | des 7, 2022 | Barnabækur, Harðspjalda bækur
Eins og ég sagði í fyrri umfjöllun um Múmínálfabækurnar hefur skapast sú hefð á mínu heimili að enda daginn á að lesa saman. Það er hluti af svefnrútínu okkar hjónanna með tæplega tveggja ára syni okkar og mig langar að fara yfir bækurnar sem hafa verið í uppáhaldi...
by Katrín Lilja | des 6, 2022 | Barnabækur, Fjölskyldubækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2022
Með vindinum liggur leiðin heim eftir Auði Þórhallsdóttur er fallega myndskreytt saga af litlum andarunga og eldri hundi. Sagan gerist í ónefndri vík norður í landi, þar sem lítill andarungi er nýskriðinn úr eggi. Þrátt fyrir varnarorð andamömmu um að gæta verði að...
by Katrín Lilja | nóv 21, 2022 | Barnabækur, Jólabók 2022, Þýddar barna- og unglingabækur
Systkinin Teddi og Nanna eru ákaflega samheldin refasystkin og búa saman í Stóru borg, þar sem öll dýrin á götunum þurfa að berjast um matinn. Þau sækja matinn í stóra ruslagáma fyrir utan kleinuhringjastað. En það eru ekki bara villt dýr sem sækja í ruslagámana,...
by Katrín Lilja | nóv 3, 2022 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Íslenskar unglingabækur, Jólabók 2022
Það var með töluverðri eftirvæntingu sem ég beið eftir nýjustu bók Arndísar Þórarinsdóttur. Hún hefur fyrir löngu skráð sig á listann yfir helstu barnabókahöfunda landsins með bókunum um Nærbuxnaverksmiðjuna, Blokkinni á heimsenda, sem hún skrifaði með Huldu Sigrúnu...
by Sjöfn Asare | nóv 1, 2022 | Ævintýri, Barnabækur, Íslenskar barnabækur
„Penelópa gegnir afar mikilvægu starfi,“ segir á fyrstu síðu nýútkominnar barnabókar, Penelópa bjargar prinsi, frá Bókabeitunni. „Hún er prinsessa.“ Á næstu síðum lærum við um skyldur Penelópu, en hún sækir meðal annars fundi og bjargar hundum, kyssir ungabörn og...