Monthly Archives: febrúar 2019

Verstu börn í heimi 2

Mér hefur alltaf fundist breskir listamenn pínu smart. Bretar hafa nefnilega löngum getað státað sig af allskyns frægum og framúrstefnulegum listamönnum langt aftur í aldir. Það er einhvern veginn eins og þeir séu ávallt skrefinu á undan. Bítlarnir komu með rokkið og Sex Pistols með pönkið, Jane Austin var farin að skrifa feminískar bókmenntir langt…

Trúa á mátt og mikilvægi bókarinnar

Nýja bókaforlagið Una útgáfuhús gaf út sitt fyrsta verk á dögunum, endurútgáfu á Undir fána lýðveldisins eftir Hallgrím Hallgrímsson. Bókin er endurminningar frá þáttöku hans í Spánarstyrjöldinni. Una útgáfuhús stefnir einnig að því að veita ungskáldum vettvang til útgáfu. Forlagið samanstendur af Einari Kára Jóhannssyni, Jóhannesi Helgasyni, Kristínu Maríu Kristinsdóttur og Styrmi Dýrfjörð, en þau…

Fljúgandi heimspekingurinn Skarphéðin Dungal

Skarphéðin Dungal er snjöll fluga. Hann veit að heimurinn er mikið stærri en bara Háborgin sem hann býr í. Heimurinn er meira en bara flöt slétta, það er meira að frétta. Þegar Skarphéðin viðrar skoðanir sínar við aðra íbúa Háborgarinnar, að mögulega leynist eitthvað meira þarna úti, er honum umsvifalaust hent fram af Háborginni. En…

Kláði

Það eru komnir heilir tveir mánuðir síðan ég las Kláða, smásagnasafn Fríðu Ísberg. (Þetta er asnalega langur tími til að láta líða á milli lesturs og bloggskrifa, en þetta er þó ekki nema dæmigert fyrir verkskipulag mitt það sem af er þessu ári, þar sem mér hefur tekist að gera mjög lítið á löngum tíma.)…

Febrúar hlaðvarp – Smásagnafebrúar

Febrúar er stuttur og senn á enda. Hérna kemur þó hlaðvarpsþáttur okkar í samstarfi við Kjarnann um smásögurnar. Við ræddum við Ævar Þór Benediktsson um smásagnaformið og komumst meðal annars að því að fyrsta höfundarverk hans var smásagnasafnið Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki. Við komumst að því að Guðrún Eva…

Bókamarkaður í Laugardal

Í dag, föstudaginn 22. febrúar, opnaði Bókamarkaðurinn í Laugardalnum og stendur til 10. mars næstkomandi. Síðar mun markaðurinn flytja sig á Akureyri og til Egilstaða. Lestrarklefinn hvetur bókaunnendur til að líta við á markaðnum og gera góð kaup. Til dæmis er hægt að gera prýðiskaup á barnabókum, sem síðar er hægt að nota í gjafir…

Kristín Ómarsdóttir og Kristín Eiríksdóttir tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Skáldkonurnar Kristín Ómarsdóttir og Kristín Eiríksdóttir eru tilefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2019 fyrir hönd Íslands. Kristín Ómarsdóttir er tilnefnd fyrir ljóðabókina Kóngulær í sýningargluggum og Kristín Eiríksdóttir fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt.  Kristín Eiríksdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki fagurbókmennta fyrir Elín, ýmislegt. Í rökstuðningi dómnefndar með Elín, ýmislegt segir meðal annars: Skáldsaga Kristínar fjallar um sjálfsmynd kvenna frá…

Smásögur frá Norður-Kóreu

Bækur eftir höfunda frá Norður-Kóreu eru ekki á hverju strái. Hvað þá höfunda sem enn búa í Norður-Kóreu. Sakfelling: forboðnar sögur frá Norður-Kóreu eftir huldumanninn Bandi í íslenskri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur kom út í fyrra. Höfundur bókarinnar býr enn í Norður-Kóreu og lagði líf sitt í hættu við að smygla handritunum út úr einræðisríkinu. Bókin er…

Viggó Viðutan, Dútl og draumórar

Fyrir alltof mörgum árum síðan, þegar ég komst að því að menntun er máttur ákvað ég, rúmlega þrítug að skrá mig í nám til stúdentsprófs. Ég hafði jú lokið fáeinum einingum og ákvað að nú skildi ég láta slag standa og læra eitthvað skemmtilegt. Mér stóð til boða að taka, þessa fyrstu önn eftir langt…

Látlausar nútímasögur

Takk fyrir að láta mig vita (2016) er fyrsta bók Friðgeirs Einarssonar en hann þekkja einnig þau sem kannast við skáldsöguna Formann húsfélagsins (2017) og seinna smásagnasafnið hans Ég hef séð svona áður (2018) sem kom út fyrir síðustu jól. Takk fyrir að láta mig vita er samansafn þrettán smásagna. Sögurnar sem hann ber fram eiga það sameiginlegt að vera…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is