Þessar bækur eru á leiðinni

Nú keppast höfundar við að frumsýna bókakápur og tilkynna um nýjar bækur sem eru væntanlegar í hinu dásamlega jólabókaflóði Íslendinga. Hér að neðan getur þú séð hvaða bækur eru á leiðinni og höfundar hafa deilt á samfélagsmiðlum, bara svona til að auka á spennunni sem við lesendur finnum nú þegar fyrir!

Bronsharpan eftir Kristínu Björg Sigurvinsdóttur

Önnur bókin í Dulstafa-seríu Kristínu Bjargar er komin í prentun. Sú fyrsta, Dóttir hafsins, fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka. Framhaldið ber heitið Bronsharpan en hér má lesa stuttlega um innihald bókarinnar: „Rúmu ári eftir ævintýrið í hafinu er Elísa stödd í ókunnum heimi. Þar kynnist hún fjórum ungmennum sem hafa svipaða krafta og hún. Gæslumenn grunnefnanna hafa verið kallaðir saman til að bjarga deyjandi heimi. Tekst þeim ætlunarverk sitt?“

dalurinn margrét s. höskuldsdóttir

Ljósagangur eftir Dag Hjartarson

Dagur Hjartarson hefur getið sér gott orð síðustu ár bæði sem ljóðskáld og skáldsagnahöfundur. Myndin hér til hliðar var birt af höfundinum sjálfum en einnig fylgdi mynd af baksíðu kápunnar þar sem stendur: „Þegar eðlisfræðin og ljóðið mætast verður til Ljósagangur, skáldsaga engri lík. Þetta er vísindaskáldsaga, fantasía, spennusaga en umfram allt: ljóðræn og tregafull ástarsaga full af fegurð og frumleika.“ Þetta er þriðja skáldsaga hans en hann hefur áður gefið út skáldsögurnar Síðasta ástarjátningin og Við erum ekki morðingjar.  

Kákasus-gerillinn eftir Jónas Reyni Gunnarsson

Ný skáldsaga úr smiðju Jónasar Reynis má vænta í októbermánuði. Bókin ber hið forvitnilega heiti Kákasus-gerillinn en á baksíðu bókarinnar sem höfundurinn deildi sjálfur á facebook síðu sinni segir meðal annars: „Bára er hugfangin af öllu sem fólk setur ofan í sig til að breyta líðan sinni; mat, kaffi, áfengi, lyfjum, vímuefnum … Um þetta ætlar hún að fjalla um í hlaðvarpsþáttunum Eitur í flösku. Í heimildaleitinni rekst hún á nafn Eiríks Mendez, íslensks-mexíkósks áhugaljósmyndara sem lést ungur að árum, en sá orðrómur hefur lengi verið á kreiki að hann hafi tengst vafasömum tilraunum með ofskynjunarlyf.“

Gratíana eftir Bennýju Sif Ísleifsdóttur

Í október er von á framhaldi á bókinni Hansdætur eftir Bennýju Sif. Bókin ber heitið Gratíana og gaman er að segja frá því að Sæunn okkar hérna hjá Lestrarklefanum biðlaði einmitt til Bennýjar að skifa meira um Gratíönu í ritdómi sínum um bókina: „Það er ekki oft sem ég klára bók og þrái framhald en nú biðla ég til höfundarins: Megum við fá frekari frásagnir af Gratíönu?“. Spennandi verður að sjá hver framvindan verður í lífi Gratíönu í þessari nýju bók.

Breytt ástand eftir Berglindi Ósk Bergsdóttur

Berglind Ósk er tiltölulega nýr höfundur en hún hefur áður gefið út ljóðabækurnar Berorðað og Loddaralíðanen Katrín Lilja fór fögrum orðum um bókina í ritdómi sínum: „Berglindi tekst mjög vel til með þessari ljóðsögu. Hún er áhugaverð, afhjúpandi, fróðleg, gagnrýnin og full af von.“ 
En nú er von á fyrsta smásagnasafni hennar sem ber heitið Breytt ástand. Bókin kemur út fimmtudaginn 22. september og á viðburðinum fyrir útgáfuhóf bókarinnar stendur: „Sögur Berglindar draga upp djarfa mynd af íslenskum samtíma. Þær ögra lesandanum og sýna að leiðin frá kyrrlátu reykvísku úthverfi yfir í jaðar samfélagsins er styttri en flesta grunar.“

Hvaða bók hefur þú rekið augun í sem við höfum misst af? Sendu okkur línu á Lestrarklefinn [hjá] lestrarklefinn.is eða taggaðu okkur í færslu á samfélagsmiðlum. 

Kíktu á þessar færslur eða flokka og finndu næstu bók fyrir þig:

Hrífandi lífsbarátta Jófríðar

Hrífandi lífsbarátta Jófríðar

Hildi Knútsdóttur þarf vart að kynna en hún hefur unnið til ótal verðlauna fyrir bækur sínar, til dæmis Fjöruerðlaunin (2019), Íslensku bókmenntaverðlaunin (2017) og Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar (2019). Þríleikurinn hennar Ljónið, Nornin og Skógurinn hlaut svo...

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Lestu þetta næst