by Sjöfn Asare | júl 15, 2025 | Leikhús, Leikrit, Leikrit
Sjálfsævisögulegi söngleikurinn Góðan daginn faggi kom fyrst á svið árið 2021 og hlaut mikið og verðskuldað lof. Hann hefur verið sýndur yfir 140 sinnum í þremur löndum og er nú á ný kominn á fjalirnar og í þetta sinn í Háskólabíó undir merkjum sviðslistahússins...
by Sjöfn Asare | júl 10, 2025 | Glæpasögur, Hrein afþreying, Íslenskar skáldsögur, Skáldsögur, Sögur um geðheilsu, Stuttar bækur, Sumarlestur
Spennusagan Bylur er önnur bók höfundarins Írisar Aspar Ingjaldsdóttur sem hefur áður gefið út spennusöguna Röskun árið 2019 en þá skáldsögu er einmitt verið að kvikmynda þessa stundina. Bylur fjallar um fjölskylduföðurinn Berg og leikskólakennarann Öldu. Þau segja...
by Sjöfn Asare | júl 7, 2025 | Leikhús, Leikrit, Leikrit
Þorskasaga eftir HAFstein Níelsson og Ólíver Þors(k)teinsson Nú er loksins komið að því! Ég hef gagnrýnt leikverk á Íslandi með hléum síðastliðin fimm ár, og loksins, loksins, hafa allar óskir mínar ræst. Góðan daginn faggi, Vitfús Blú og nú Þorskasaga. Íslenska...
by Sjöfn Asare | júl 3, 2025 | Leikhús, Leikrit, Leikrit
Ég vil bara að einhver muniGunnella eftir Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur hjá Afturámóti Á sviðinu er eldhús og stofa, leikmyndin sköpuð úr tveimur veggjum, öðrum með vaski og kaffigerðargræjum, hinn vegginn prýðir bókahilla. Alls staðar eru veggirnir skreyttir með...
by Sjöfn Asare | jún 23, 2025 | Skáldsögur
Vinkona mín gerði mér á dögunum tilboð sem ég gat ekki hafnað. Hún var með tæplega 800 blaðsíðna bók sem hún hélt að ég myndi hafa gaman af að lesa og bauð mér að fá hana í láni. Ef það er eitthvað sem ég elska meira en feitar bækur eru það bækur sem fólk hefur mælt...
by Ritstjórn Lestrarklefans | jún 19, 2025 | Leslistar
Er þetta ekki að fara að vera frábært sumar? Það fer alla vega vel af stað með hlýjasta maí-mánuði í manna minnum. Við vitum öll að sumarið er best með bók í hönd. Hvort sem það er hefðbundin kilja, rafbók eða hljóðbók að þá er fátt betra í góðu veðri en að sóla sig...
by Sjöfn Asare | jún 16, 2025 | Ljóðabækur
Ljóðabókin Mara kemur í heimsókn er önnur útgefin ljóðabók höfundar, en sú fyrri, Máltaka á stríðstímum, hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Í Möru fjallar Natasha S. um flóknar tilfinningar sem fylgja því að vera af rússneskum uppruna á þessum síðustu og...
by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir | jún 6, 2025 | Ljóðabækur
Félagsland er fyrsta ljóðabók Völu Hauks, handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2024. Félagsland fjallar um samfélag, stolt, þörfina fyrir að tilheyra, um heimili og um togstreitu sveitarinnar við borgina. Bókin inniheldur um fimmtíu ljóð. Í bókinni er einnig fallegt...
by Sjöfn Asare | jún 3, 2025 | Skáldsögur
Hin sextuga Didda Morthens er leikaramenntuð en hefur ekki unnið við leiklist í fjöldamörg ár. Hún er hamingjusamlega gift, en hann Elli hennar hefur aldrei tíma fyrir hana, er alltaf að vinna og að farast úr áhyggjum yfir rekstrinum og peningunum. Uppkomin börn Diddu...
by Sjöfn Asare | maí 22, 2025 | Dystópíusögur, Hinsegin bækur, Hörmungasögur, Hrein afþreying, Hrollvekjur, Nýir höfundar, Sögur um geðheilsu, Sterkar konur, Vísindaskáldsögur
„Ég er hætt að trúa því að þú sért alltaf óvart að lesa bækur um mannát“ Vorlestur Sjafnar hefur í ár einskorðast af ógeðslegum bókum. Hvers vegna? Ég veit það ekki. Algóritmi eða undirmeðvitund lesanda, eða eitthvað enn skrítnara. Titill þessarar færslu er tilvitnun...
by Sjöfn Asare | maí 13, 2025 | Dystópíusögur, Harðspjalda bækur, Hrollvekjur, Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2024, Sálfræðitryllir, Sterkar konur
Gólem eftir Steinar Braga „Við erum öll líkön. Sjálf okkar eru líkön hýst í taugum. Efni er líkan borið upp af orku og hraða.“ bls. 325 Gólem er nýjasta skáldsaga Steinars Braga sem hefur í gegnum tíðina hrætt landann með spennandi og óhugnanlegum frásögnum af...
by Jana Hjörvar | maí 6, 2025 | Sannsögur
Þrútið var loft og þungur sjór : frásagnir frá fyrri tíð er nýjasta bók Steinars J. Lúðvíkssonar, sem margir kannast við sem höfund hinnar sívinsælu ritröðar Þrautgóðir á raunastund. Sú sería spannar talsvert mörg bindi og fjallar ítarlega um björgunarsögu Íslands og...
by Sæunn Gísladóttir | apr 15, 2025 | Barna- og ungmennabækur, Barnabækur, Íslenskar barnabækur
Þessi bók er tileinkuð öllum þeim börnum sem alast upp við íslenskt veðurfar. Ég held að barnabókin Árstíðarverur eftir Diljá Hvannberg Gagu og Linn Janssen sem kom út á dögunum hafi náð mér strax með þessari tileinkun. Bókin, eins og titillinn og tileinkunin gefa til...
by Jana Hjörvar | apr 11, 2025 | Ástarsögur, Íslenskar skáldsögur, Ljúflestrarbækur
Það er sjaldgæft – og svolítið sérstakt – að grípa íslenska skáldsögu sem tekur sér fyrir hendur sígilt stef úr erlendum ástarsögum og klæðir það í íslenskan búning. En það gerir Sæunn Gísladóttir í sinni fyrstu skáldsögu, Kúnstpásu, sem kom út hjá bókaútgáfunni Sölku...
by Sjöfn Asare | apr 10, 2025 | Annað sjónarhorn, Ástarsögur, Kvikmyndaðar bækur, Leikhús, Leikrit
Nýja sviðið í Borgarleikhúsinu hefur breyst í bandarískt smábæjarlandslag. Það hanga uppi skilti með coca-cola auglýsingum, rafmagnsstaur stendur skakkur en stæðilegur upp úr smádraslshrúgu. Það hefur verið tjaldað úti í horni, engu lúxus þjóðhátíðartjaldi heldur...