by Sjöfn Asare | feb 25, 2025 | Barnabækur, Þýddar barna- og unglingabækur
Dýrasinfónían eftir Dan Brown. Já, þann Dan Brown. Dýrasinfónían eftir Dan Brown er besta Dan Brown bók allra tíma. Eða það held ég að minnsta kosti. Hún inniheldur vissulega enga óvænta fléttu, afkomendur Jesú eða munka með albínisma, EN hún fjallar um villidýr sem...
by Erna Agnes | feb 17, 2025 | Pistill, Skáldsögur
Ég er eiginlega í smá ástarsorg. Þið þekkið þessa tilfinningu eflaust vel. Nei, ég er ekki ástarsorg út af einhverri tragedíu í mínu persónulega lífi heldur vegna þess að ég hef nú klárað að lesa Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Síðan síðasta sumar hef ég átt dásemdar...
by Sjöfn Asare | feb 13, 2025 | Leikhús, Leikrit, Leikrit
Yerma eftir Simon Stone í Þjóðleikhúsinu Jólasýning Þjóðleikhússins 2024, Yerma, kemur svo sannarlega á óvart, ef áhorfendur hafa, líkt og ég, ekki lesið sér til um verkið fyrirfram. Ég hélt að hér væri um að ræða uppsetningu á verkinu eftir Lorca frá 1934 þar sem...
by Sjöfn Asare | feb 10, 2025 | Leikhús, Leikrit
Ótti vekur alltaf upp haturAriasman í Tjarnarbíó Sýningin Ariasman er 80 mínútna einleikur þar sem sagt er frá Baskavígunum sem áttu sér stað á Vestfjörðum á 16. öld. Þrátt fyrir að vera eina fjöldamorð íslandssögunnar, þar sem 31 maður var drepinn á einu bretti, er...
by Sjöfn Asare | feb 3, 2025 | Leikhús, Leikrit
Prinsessur geta verið alls konarHver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíó Sönghópurinn Raddbandið setur upp söngleikinn Hver vill vera prinsessa í Tjarnarbíó. Raddbandið skipa söng- og leikkonurnar Auður Finnbogadóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría...
by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir | jan 23, 2025 | Leikhús, Leikrit, Leikrit
Leikritið Ungfrú Ísland var frumsýnt í Borgarleikhúsinu föstudaginn 17. janúar síðastliðinn. Um er að ræða leikgerð Bjarna Jónssonar og Grétu Kristínar Ómarsdóttur á samnefndri skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur sem kom út árið 2018. Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstýrir...
by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir | jan 19, 2025 | Leikhús, Leikrit
Ífigenía var dóttir Agamemnon konungs í grískri goðafræði. Samkvæmt sögunni var henni fórnað af föður sínum til að friða Artemis eftir að Agamemnon drepur einn af hjörtum gyðjunnar. Þessi fórn var nauðsynleg Agamemnon til þess að sigra í Tróju stríðinu. Í sumum...
by Sjöfn Asare | jan 4, 2025 | Barnabækur
Prumpulíus Brelludrekieftir Kai Lüftner „Hann herpir, hann herðirog andlitið krumpar.Hann geiflar og glennirog með rassinum prumpar.“ Þessi stutta vísa úr myndlýstu barnabókinni um Prumpulíus brelludreka er ágætt dæmi um við hverju er að búast við lestur bókarinnar....
by Hugrún Björnsdóttir | des 28, 2024 | Fræðibækur
„Ég var að byrja að lesa bók um ADHD.” „Hvað heitir hún?” „ADHD í stuttu máli.” „Já, enda verður hún að vera það.” Svona var samtalið á milli mín og mannsins míns þegar ég sagði honum að ég væri að lesa bókina ADHD í stuttu máli eftir Edward M. Hallowell. Og mér...
by Victoria Bakshina | des 26, 2024 | Glæpasögur, Jólabók 2024, Sálfræðitryllir
Í nýjustu bók sinni tekst Evu Björgu Ægisdóttur að skapa margslungna og áhrifamikla frásögn sem sker sig úr fjölda glæpasagna samtímans. Þetta er engin yfirborðskennd afþreyingarsaga heldur djúp sálfræðileg rannsókn sem heldur lesandanum í heljargreipum frá fyrstu...
by Sæunn Gísladóttir | des 22, 2024 | Glæpasögur, Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2024, Spennusögur, Valentínusardagur
Ragnheiður Jónsdóttir hlaut á síðasta ári glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sína fyrstu glæpasögu, Blóðmjólk. Bókin hlaut góðar viðtökur og tryggði Sigurjón Sighvatsson sér nýverið réttinn að henni til að framleiða sjónvarpsþætti. Nú er Ragnheiður mætt til leiks...
by Sjöfn Asare | des 21, 2024 | Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2024, Skáldsögur
Mold er bara mold Bók 1: Með Venus í skriðdreka Eftir Almar Stein Atlason. Hafið þið einhvern tímann komist í svo góða bók að þið þurfið að láta setja upp hjá ykkur þvaglegg og fá næringu í æð til að geta lesið hana í einni beit án þess að stoppa? Nei, ekki ég heldur,...
by Katrín Lilja | des 19, 2024 | Barnabækur
Maddý, Tímon og bleika leynifélagið eftir Ilona Kostecka með myndlýsingum Önnu Simeone kom út í þýðingu Sólveigar Hreiðarsdóttur fyrr í haust. Bókin er fagurlega bleik eins og nafn hennar gefur til kynna og segir frá systkinunum Maddý og Tímon. Bókin endurspeglar...
by Katrín Lilja | des 19, 2024 | Barnabækur, Jólabók 2024, Léttlestrarbækur
Samkvæmt einum ráðunauti Lestrarklefans, sjö ára gömlum, þurfa bækur að vera spennandi og/eða fyndnar. Hann er töluvert vandlátur á lesefni sitt, sérstaklega ef honum finnst bókin ekki spennandi eða fyndin. Þetta er gegnumgangandi skoðun flestra barna sem lesa bækur....
by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir | des 18, 2024 | Barnabækur, Jólabók 2024
Tjörnin er nýjasta bók Rán Flygenring. Um er að ræða ríkulega myndlýsta bók fyrir börn. Bókin hefur þegar hlotið Bóksalaverðlaunin og tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og það er ekki að undra enda er hér á ferðinni virkilega vönduð, grípandi, litrík og...