by Rebekka Sif | feb 17, 2020 | Fréttir, Hlaðvarp
Nú er komið nýtt hlaðvarp fyrir elskendur hins ritaða orðs, Blekvarpið! Blekvarpið er kennt við Blekfjelagið sem er nemendafélag meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands. Í ritlistinni kynnast upprennandi höfundar allskonar leiðum til að þróa textana sína áfram og...
by Rebekka Sif | feb 16, 2020 | Lestrarlífið, Ljóðabækur
Ég hló upphátt af pistlinum um ljóðaótta okkar kæra ritstjóra, Katrínar Lilju. Það var einfaldlega út af því að mínar ljóðaupplifanir hafa verið gjörsamlega dásamlegar frá ungaaldri, annað en hennar. Ég var krakkinn í bekknum sem lærði ljóðin svo hratt utan af að...
by Rebekka Sif | feb 13, 2020 | Ljóðabækur
Þegar magnið af bókum í jólabókaflóðinu er jafn gífurlega mikið og raunin var síðustu jól eru alltaf einhverjar bækur sem fara framhjá manni. Ljóðabókin Ljós og hljóðmerki eftir Höllu Margréti Jóhannesdóttur er ein af þessum bókum sem lét lítið fyrir sér fara, en við...
by Katrín Lilja | feb 10, 2020 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Ljóðabækur
Næturdýrin eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur kom út í nóvember árið 2018. Í bókinni prakkarast Lúna og Nói bróðir hennar að nóttu til. Þau neita að sofna og vaka á næturnar. Þetta veldur foreldrunum að sjálfsögðu nokkrum ama og þau eru með bauga niður á tær. Það er...
by Katrín Lilja | feb 9, 2020 | Lestrarlífið, Ljóðabækur
Ég man eftir að hafa lesið ljóð í skóla; vísur eftir þjóðskáldin um íslenska náttúru, hugrekki og buxur, vesti, brók og skó. Mér fannst þetta ekki skemmtilegt. Í raun fannst mér þetta mjög leiðinlegt. Ég komst í gegnum íslenskuprófin með því að söngla vísurnar í hálfu...
by Sæunn Gísladóttir | feb 7, 2020 | Skáldsögur, Spennusögur
Elizabeth is Missing er með frumlegri „spennusögum“ sem ég hef lesið. Bókin er fyrsta skáldsaga breska höfundarins Emmu Healey og kom út árið 2014. Hún fjallar um Maud sem komin er hátt á níræðisaldur og þjáist af minnistruflunum (það er aldrei farið nánar út í það í...
by Katrín Lilja | feb 2, 2020 | Ljóðabækur, Ritstjórnarpistill
Tjáning í gegnum ljóð getur verið í knöppum og hnitmiðuðum texta sem skilur gríðarlega mikið eftir í huga lesandans. Stystu ljóð geta oft verið þau áhrifamestu, sem vekja mestar tilfinningar og sitja í manni lengi. Í febrúar gefum við ljóðabókum pláss. Í síðasta...
by Katrín Lilja | jan 31, 2020 | Loftslagsbókmenntir, Skáldsögur, Ungmennabækur
Kristín Helga Gunnarsdóttir sendi frá sér bókina Fjallaverksmiðja Íslands fyrir jólin. Bókin var flokkuð sem unglingabók, enda fjallar bókin um ungmenni sem hafa nýlokið stúdentsprófi af fjallamennskubraut á Höfn. Þau eru ung, nítján ára, full af eldimóði og von og...
by Katrín Lilja | jan 30, 2020 | Barnabækur, Fjölskyldubækur
Tvistur og Basta er sjötta bókin eftir Roald Dahl sem kemur út í nýrri íslenskri þýðingu Sólveigar Sifjar Hreiðarsdóttur. Bókin er myndskreytt af Quentin Blake líkt og aðrar bækur Dahl. Tvistur og Basta fjallar um hin hræðilegu hjón Tvist og Böstu (e. The Twits) sem...
by Katrín Lilja | jan 29, 2020 | Fréttir
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum í gærkvöldi og fóru Bergrún Íris Sævarsdóttir, Sölvi Björn Sigurðsson og Jón Viðar Jónsson úr húsinu með verðlaunagripina. Bergrún Íris hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bók sína Lang-elstur...
by Katrín Lilja | jan 27, 2020 | Glæpasögur
Fjötrar er fimmta bók Sólveigar Pálsdóttur um rannsóknarlögreglumanninn Guðgeir. Áður hafa komið út bækurnar Leikarinn (2012), Hinir réttlátu (2013), Flekklaus (2015) og Refurinn (2017). Bækurnar um Guðgeir hafa allar fengið nokkuð góðar viðtökur en það bar ekki mikið...
by Anna Margrét Björnsdóttir | jan 26, 2020 | Lestrarlífið
Um daginn gerði ég svolítið sem ég hafði ekki gert í skammarlega langan tíma: Ég datt svo fullkomlega á bólakaf í bók sem ég var nýbyrjuð að lesa að ég endaði á því að lesa vel fram undir morgun. Ég svaf til hádegis daginn eftir og var örugglega með stírurnar í...
by Ragnhildur | jan 25, 2020 | Ævintýri, Ævisögur, Barna- og ungmennabækur, Ferðasögur, Fjölskyldubækur, Furðusögur, Klassík, Myndasögur, Skáldsögur, Ungmennabækur
Mál og menning/Forlagið hefur ráðist í að gefa út stórmerka og undursamlega ritröð, sem hefur vonandi ekki farið framhjá neinum. Þetta eru að sjálfsögðu upprunalegu skáldsögurnar um hina heimsþekktu múmínálfa eftir Tove Janson. Listamaðurinn og rithöfundurinn Tove...
by Sæunn Gísladóttir | jan 24, 2020 | Ferðasögur, Smásagnasafn, Stuttar bækur
Vetrargulrætur, nýtt smásagnasafn eftir Rögnu Sigurðardóttur kom út síðasta haust og fékk góðar viðtökur. Gagnrýnendur Kiljunnar sögðu bókina meðal annars með stærri tíðindum í jólabókaflóðinu 2019. Vetrargulrætur er samansafn fimm sagna, bókin hefst með sögu í...
by Rebekka Sif | jan 23, 2020 | Ljóðabækur
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir gaf út sína fyrstu ljóðabók Sítrónur og náttmyrkur um miðjan nóvember á síðasta ári. Ljóðabókin, sem og ljóðabók Melkorku Ólafsdóttur Hérna eru fjöllin blá, eru fyrstu ljóðabækurnar sem koma út hjá Svikaskáldum þar sem aðeins eitt skáld er...