by Lilja Magnúsdóttir | jan 22, 2020 | Furðusögur, Íslenskar unglingabækur, Ungmennabækur, Vísindaskáldsögur
Ég er mikil áhugakona um unglinga og ungmennabækur og verð að segja að oftar en ekki verð ég fyrir vonbrigðum þegar ég les bækur fyrir þennan hóp. Íslenskir höfundar falla alltof oft í þá gryfju að ætla sér að skrifa fyrir þennan aldurshóp en miða bækurnar sínar samt...
by Sæunn Gísladóttir | jan 20, 2020 | Ævisögur, Klassík
Sonja Wendel Benjamínsson de Zorrilla er líklega sú íslenska kona sem orðið heimskona á best við. Hún fæddist í Reykjavík árið 1916 en hugurinn leitaði hratt út fyrir landsteina. Sonja fluttist erlendis þegar hún var ennþá á menntaskólaaldri. Fyrst fór hún til...
by Þorsteinn Vilhjálmsson | jan 20, 2020 | Íslenskar skáldsögur
Það er óvenjulegt þegar maður opnar íslenska skáldsögu að vera hent inn í nokkuð annað umhverfi en gamla góða Ísland. Því er það hressandi að byrja á Málleysingjunum, fyrstu bók Pedro Gunnlaugs Garcia, sem hendir manni beint inn í Búkarest árið 1989: Sundurskotin...
by Rebekka Sif | jan 19, 2020 | Lestrarlífið
Hvar á ég að byrja… Ég á það til að ofmetnast. Árið 2018 setti ég mér markmið að lesa fimmtíu bækur á einu ári og fannst það frekar háleitt markmið þar sem ég var yfirleitt að lesa svona 25-30 bækur á ári fyrir það. Svo kom í ljós að ég fór létt með það og...
by Katrín Lilja | jan 18, 2020 | Fræðibækur, Loftslagsbókmenntir
Bók Andra Snæs Magnasonar Um tímann og vatnið hefur þegar fengið mikið lof. Hún hefur verið titluð sem tímamótaverk, sögð þarfasta bók samtímans og að sama skapi mjög aðgengileg. Þessar alhæfingar um bókina draga nokkuð vel upp lestrarupplifun af bókinni. Það hafa...
by Katrín Lilja | jan 14, 2020 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur
Þriðja bókin um Þrúði hina átta ára, eftir Guðna Líndal Benediktsson, kom út fyrir jólin. Bækurnar um Þrúði heita jafnan ævintýralega löngum nöfnum og þessi bók er engin undantekning. Stelpan sem sigldi kafbát niður í kjalla (og lenti í sápufólki og smáninjum) er...
by Katrín Lilja | jan 12, 2020 | Fréttir
Úthlutað var úr launasjóði listamanna í síðustu viku. Fjöldi rithöfunda hlaut styrk til skrifa næstu mánuði eða næsta árið. Til úthlutunar eru 1600 mánaðarlaun úr sex mismunandi sjóðum. Í launasjóðinn bárust 1543 umsóknir og sótt var um 11.167 mánuði. 325 umsækjendur...
by Sæunn Gísladóttir | jan 12, 2020 | Lestrarlífið, Loftslagsbókmenntir, Pistill
Það er liðinn ríflega áratugur síðan fyrstu rafbókalesarar komu á markaðinn og spáðu sumir að þeir myndu umbylta prentiðnaði og hafa töluverð áhrif í heimi bóka. En hver hefur raunin verið? Sjálf var ég lengi að koma mér upp á lag við að lesa rafbækur. Ég fékk minn...
by Katrín Lilja | jan 11, 2020 | Fréttir
Hin árlega umræða um starfslaun listamanna komst á skrið í síðustu viku með tilheyrandi hneykslun virkra í athugasemdum. Það er í raun óþolandi að listamenn þjóðarinnar þurfi að standa undir öðru eins skítkasti við hverja árlegu úthlutun. Arndís Þórarinsdóttir,...
by Katrín Lilja | jan 11, 2020 | Leslistar, Lestrarlífið
Hin árlegi bókasölulisti Félags íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) er kominn út! Eins og síðustu ár er Arnaldur Indriðason á toppnum með nýjustu bókina sína Tregasteinn. Á toppnum tróna líka kunnugleg nöfn sem hafa komið sér vel fyrir á listanum síðustu ár; Yrsa...
by Katrín Lilja | jan 10, 2020 | Barnabækur, Glæpasögur, Íslenskar barnabækur, Íslenskar unglingabækur, Ungmennabækur
Ármann Jakobsson sendi frá sér tvær bækur í nýliðnu jólabókaflóði. Önnur þeirra er glæpasagan Urðarköttur en hin bókin er af allt öðru tagi. Barna- og unglingabókin Bölvun múmíunnar – fyrri hluti gerist í ónefndri evrópskri stórborg þar sem Júlía og mamma hennar...
by Katrín Lilja | jan 9, 2020 | Fréttir
Í ár verður í fyrsta sinn veittur Sparibollinn – verðlaun fyrir fegurstu íslensku ástarjátninguna í bók. Á Facebook-síðu verðlaunanna segir eftirfarandi um tilurð verðlaunanna: „Ástarsögur hafa gegnum tíðina notið mismikillar virðingar, jafnvel verið...
by Katrín Lilja | jan 9, 2020 | Leslistar
Jólabókaflóðið í ár var eitt það stærsta nokkru sinni og metin féllu í hrönnum. Útgefnar ljóðabækur hafa aldrei verið fleiri. Íslensk skáldverk voru fleiri nú en árið á undan og þýdd skáldverk voru í miklum minnihluta í bókaflóðinu. Útgefnar barnabækur hafa heldur...
by Lilja Magnúsdóttir | jan 8, 2020 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023, Íslenskar unglingabækur, Loftslagsbókmenntir, Ungmennabækur, Vísindaskáldsögur
Afleiðingar loftslagsbreytinga, flóttamannastraumur, ný og breytt heimsmynd er alltumlykjandi í Norninni, bók Hildar Knútsdóttur. Bókin er sögð önnur í röðinni af því sem líklega verður þríleikur en fyrsta bókin Ljónið hlaut afar góð viðbrögð og hreppti...
by Rebekka Sif | jan 7, 2020 | Smásagnasafn, Viðtöl
Nú er nýtt ár gengið í garð og bókaútgáfa heldur áfram að blómstra og færa okkur nýja og spennandi höfunda. Nú í janúar kemur út bókin Árstíðir eftir Karítas Hrundar Pálsdóttur hjá Unu útgáfuhúsi. Bókin inniheldur hvorki meira né minna en hundrað og eina sögu sem...