by Sjöfn Asare | des 5, 2025 | Jólabækur 2025, Nýir höfundar, Skáldsögur
Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. Aftenging segir frá vinahóp á fimmtugsaldri sem leigir sér lúxuseyjuna Grið til að varpa frá sér áhyggjum af umheiminum og styrkja tengslin sín á milli. En, eins og á það til að...
by Rebekka Sif | des 4, 2025 | Ævintýri, Barna- og ungmennabækur, Furðusögur, Jólabækur 2025
Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár hafa komið út bækur í bókaflokknum Dreim, forleikinn Fríríkið árið 2021 og svo fyrsta bókin í þríleiknum sjálfum, Dreim: Fall Draupnis, árið 2023. Þetta er mentaðarfullur...
by Sæunn Gísladóttir | des 3, 2025 | Ástarsögur, Íslenskar skáldsögur, Jólabækur 2025, Rómantísk skáldsaga, Skáldsögur, Skvísubækur
Stjörnurnar yfir Eyjafirði er ný bók eftir Ásu Marin sem hefur undanfarin ár haslað sér völl sem einn helsti ástarsögurithöfundur landsins. Á síðasta ári sendi hún frá sér ljúfu jólasöguna Hittu mig í Hellisgerði og fetar svipaða slóð í ár með bók sem ætti að ylja...
by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir | des 2, 2025 | Leikhús, Leikrit, Leikrit
Tekið er á móti áhorfendum með glæsilegu sviði sem er baðað rauðu ljósi. Moulin Rouge uppsetningin í Borgarleikhúsinu er með rentu sannkölluð stórsýning. Öllu er tjaldað til. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir uppsetningunni sem er fengin að láni frá Broadway og...
by Ritstjórn Lestrarklefans | des 2, 2025 | Jólabækur 2025, Leslistar
Það er engin betri jólagjöf en bók, þið eruð aldrei að fara að sannfæra okkur um annað! Jólahátíðin auðvitað er best með bók í hönd. Það getur þó reynst snúið að finna fullkomnu bókina fyrir hvern og einn. En örvæntið eigi! Lestrarklefinn hefur sett saman...
by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir | des 1, 2025 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Jólabækur 2025
Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega mest seldu barnabók ársins 2024 en það var bókin Tjörnin sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og Fjöruverðlaunin. Ég er alveg örugglega að gleyma einhverjum verðlaunum...
by Rebekka Sif | nóv 29, 2025 | Ævintýri, Barna- og ungmennabækur, Barnabækur, Jólabækur 2025
Þriðja bók ungstirnisins Emblu Bachmann er komin út! Í þetta skiptið skrifar hún fyrir aðeins yngri markhóp en í bókunum Stelpur stranglega bannaðar (2023) og Kærókeppnin (2024) . Paradísareyjan fjallar um vinina Freyju og Hallgrím sem eyða alltaf sumrinu á eyjunni...
by Jana Hjörvar | nóv 28, 2025 | Ævisögur, Jólabækur 2025
Það var í september síðastliðnum sem ég varð vör við það á samfélagsmiðlum að Kristín Svava væri að gefa út bók nú fyrir jólin sem væri ævisaga Jóhönnu Knudsen og héti því áhugaverða nafni, Fröken Dúlla. Áhugaverður titill á ævisögu konu sem var og er mjög umdeild og...
by Kristín Björg Sigurvinsdóttir | nóv 27, 2025 | Barnabækur, Óflokkað, Þýddar barna- og unglingabækur
Hvað er ást? Árið 2023 kom út bókin Hvernig er koss á litinn? en í henni langar ungri stúlku að mála koss en veit ekki hvernig hann er á litinn. Upphefjast miklar pælingar um það í kjölfarið en bókin er stútfull af litagleði og húmor. Árið eftir kom út bókin Lillaló,...
by Sjöfn Asare | nóv 25, 2025 | Barna- og ungmennabækur, Hrollvekjur, Íslenskar unglingabækur, Jólabækur 2025
Þorir þú að lesa þessa? Nú er altalað að ungmenni lesi ekki nóg. Hvort það er satt eða ekki læt ég liggja á milli hluta en fyrir þá sem hafa áhyggjur að þá er Gunnar Theodór Eggertsson með frábæra lausn. Í ár gefur hann út bókina Álfareiðin, en það er hrollvekja fyrir...
by Rebekka Sif | nóv 25, 2025 | Barna- og ungmennabækur, Barnabækur, Jólabækur 2025
Ævar Þór, stundum kallaður Vísindamaður, er rithöfundur sem kann svo sannarlega að ná til barna og unglinga. Í þetta skiptið heillaði hann heila dómnefnd upp úr skónum og hlaut fyrir vikið Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Það kom í ljós fyrir heilu ári, en þar...
by Rebekka Sif | nóv 24, 2025 | Ungmennabækur
Ungmennabókin Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur er mögulega með flottustu kápu jólabókaflóðsins. Hún er allavega sú sem glansar best á, sérstaklega seinni partinn þegar sólin er að setjast. Arndís fær hér frábæra hugmynd, hvað myndi gerast á Íslandi ef sólgos myndi...
by Rebekka Sif | nóv 21, 2025 | Barnabækur
Skólinn í skrímslabæ er ný barnabók eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem þarf vart að kynna. Hún hefur skrifað ógrynni sagna fyrir börn og unglinga og hittir alltaf í mark! Með henni í liði er myndhöfundurinn Tindur Lilja sem blæs skemmtilegu lífi í persónur...
by Sjöfn Asare | nóv 20, 2025 | Íslenskar skáldsögur, Jólabækur 2025, Sögulegar skáldsögur
Blái Pardusinn – hljóðbók er ekki hljóðbók. Hún er skáldsaga sem kemur út í harðspjaldaútgáfu og fjallar um hljóðbók. Hljóðbókina Bláa Pardusinn. Auk þess að fjalla um hljóðbók fjallar skáldsagan um þrjár persónur, þau Bjarna, Unni og Elínu Helenu, sem öll eiga það...
by Rebekka Sif | nóv 19, 2025 | Skáldsögur
Fyrir þessi jól teflir Andri Snær Magnason lítilli og nettri bók sem er þó eins og hönnunarverk. Jötunsteinn mætti kalla nóvellu eða jafnvel bara smásögu, svarthvítar myndir prýða margar blaðsíðurnar sem kallast á við vinnu akrítektsins Árna sem er söguhetja...