by Katrín Lilja | maí 5, 2020 | Kvikmyndaðar bækur, Smásagnasafn, Vísindaskáldsögur
Það var eitthvað við alheimsástandið í mars og apríl sem gerði það að verkum að mér fannst ég þurfa að sökkva mér niður í enn verra ástand í huganum. Hvað er betra til þess fallið að lina kvíða og áhyggjur en að lesa bók um alheimsfaraldur uppvakninga? Ja, mér datt...
by Rebekka Sif | maí 4, 2020 | Ljóðabækur
Jón Kalman Stefánsson er vel kunnur lesendum sem skáldsagnahöfundur en ekki margir vita að hann hóf ferilinn sinn sem ljóðskáld. Á árunum 1988-1994 komu út þrjár ljóðabækur eftir hann, Með byssuleyfi á eilífðina (1988), Úr þotuhreyflum guða (1989) og Hún spurði hvað...
by Katrín Lilja | maí 3, 2020 | Barnabækur, Fréttir, Hlaðvarp
Í þriðja þætti Bókamerkisins, streymisþátt Bókasafns Garðabæjar í samstarfi við Lestrarklefann, var rætt um barnabækur. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, rit- og myndhöfundur, og Marta Hlín Magnadóttir, ritstjóri hjá Bókabeitunni, komu í settið og ræddu við Katrínu Lilju,...
by Þorsteinn Vilhjálmsson | maí 3, 2020 | Kvikmyndaðar bækur, Lestrarlífið, Pistill, Skáldsögur
Það er almennt ágæt regla að henda frá sér bókum sem manni þykja leiðinlegar. Það er allajafnan lítill tilgangur í að böðlast áfram í einhverju sem maður hefur ekki gaman af, jafnvel þótt eitthvað skemmtilegt kunni að bíða á blaðsíðu 900. Þessa reglu sveik ég þó...
by Kristín Björg Sigurvinsdóttir | maí 2, 2020 | Furðusögur, Ungmennabækur, Þýddar barna- og unglingabækur
Ég veit að mörgum finnst að vampírubækur séu almennt orðnar þreyttar en mér fannst Vampire Academy bókaflokkurinn eiga skilið að fá smá umfjöllun enda á hann dyggan aðdáendahóp um allan heim og passar vel inn í þema mánaðarins sem er kvikmyndaðar bækur. Vampire...
by Katrín Lilja | maí 1, 2020 | Kvikmyndaðar bækur, Ritstjórnarpistill
Maí er genginn í garð með sínu loforði um góða og bjarta daga. Tilfinningin þegar vetri sleppir er svolítið eins og að koma úr kafi og draga andann djúpt, teyga ferskt loft í lungun og sálina. Ekki síst núna þegar slaknar aðeins á samkomubanni á sama tíma og vorið...
by Rebekka Sif | apr 30, 2020 | IceCon 2021, Rithornið
Vetrarkvöld í Reykjavík Eftir Einar Leif Nielsen Skólavörðustígur var tómur. Þar var ekki að sjá manneskju eða bíl frekar en hund eða kött. Það var eins og að allt kvikt hefði ákveðið að yfirgefa Reykjavík sem var skiljanlegt. Hvers vegna að hanga í skafrenningi og...
by Rebekka Sif | apr 27, 2020 | Skáldsögur
Grikkur er önnur bókin sem Benedikt bókaútgáfa gefur út eftir Domenico Starnone, einn fremsta skáldsagnahöfund Ítala, en í fyrra kom út skáldsagan Bönd. Þetta eru bæði stutt skáldverk sem hafa notið mikilla vinsælda. Á tímabili var haldið að Starnone stæði á bakvið...
by Sæunn Gísladóttir | apr 26, 2020 | Ævisögur
Á dögunum var ég úti að hjóla með fimm ára frænku minni og benti henni á Bessastaði og sagði að þarna byggi forseti Íslands. Ég spurði hana svo hvort hún vissi hvað forsetinn héti? Hún vissi það sko! Vidgís Finnbogadóttir, sagði hún hátt og skýrt. Er það kannski að...
by Rebekka Sif | apr 25, 2020 | Fréttir, Hlaðvarp, Ljóðabækur
Bókamerkið er nýr bókmenntaþáttur í beinu streymi frá Bókasafni Garðabæjar. Annar þáttur var föstudaginn 24. apríl kl.13:00 og var tileinkaður ljóðabókunum. Rebekka Sif bókmenntafræðingur og gagnrýnandi hjá Lestrarklefanum stjórnaði umræðum og fékk til sín...
by Ragnhildur | apr 24, 2020 | Barnabækur, Lestrarlífið, Þýddar barna- og unglingabækur
Frá því að samkomubann vegna Covid-19 hófst hef ég reglulega ímyndað mér hvað þetta væri allt miklu auðveldara ef ég ætti ekki tveggja ára gamalt barn. Auðvitað er það tóm ímyndun og óskhyggja, ef ég þyrfti ekki að annast svona ósjálfbjarga og kröfuharðan einstakling...
by Katrín Lilja | apr 23, 2020 | Fréttir
Í tilefni af Degi bókarinnar, sem er í dag, efndi Evrópska rithöfundaráðið (EWC) til herferðar til að vekja athygli á höfundum og þýðendum og framlagi þeirrra til menningar og lista. Þótt við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi menningar og lista síðustu vikur í...
by Rebekka Sif | apr 23, 2020 | Rithornið
Sumardagurinn fyrsti Gul innkaupakerra tekur á rás yfir bílaplanið við Bónus einhvern veginn skröltir hún af stað í tilviljanakenndri gjólunni og nemur loks staðar með tilþrifalitlum dynk á algengum smábíl Líkast ljóði stendur tíminn í stað eitt stundarkorn meðan...
by Sæunn Gísladóttir | apr 21, 2020 | Glæpasögur, Kvikmyndaðar bækur, Skáldsögur
Mávahlátur fyrsta bók Kristínar Mörju Baldursdóttur sló í gegn þegar hún kom út árið 1995 og voru fljótlega gerð eftir henni leikrit og kvikmynd sem einnig nutu mikilla vinsælda. Ég las fyrst Mávahlátur sem unglingur en ákvað að nýta páskafríið til að endurnýja kynnin...
by Rebekka Sif | apr 20, 2020 | Fréttir, Hlaðvarp, Íslenskar skáldsögur, Skáldsögur
Hér má sjá streymið í heild sinni Fyrsti þáttur Bókamerkisins, nýs bókmenntaþáttar og samstarfsverkefni Lestrarklefans og Bókasafns Garðabæjar, fór í loftið föstudaginn 17. apríl kl. 13:00 í beinu streymi. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir penni hjá Lestrarklefanum og...