by Aðsent efni | des 5, 2020 | Annað sjónarhorn, Íslenskar unglingabækur, Nýir höfundar, Ungmennabækur
Eygló Sunna Kjartansdóttir er fjórtán ára og með brennandi áhuga á bókum. Hún las Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur, en bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2020. Dularfull veikindi stærðfræðikennara Bókin byrjar á Millu sem er að fá...
by Ragnhildur | des 3, 2020 | Barnabækur, Fjölskyldubækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2020, Klassík
Mikið svakalega gladdist ég mikið þegar ég sá bókina Gunnhildi og Glóa úti í bókabúð um daginn. Texti er eftir Guðrúnu Helgadóttur og myndir eftir Terry Burton og Úlfar Örn Valdimarsson. Bókin, sem kom upphaflega út árið 1985, var svo stór hluti af hugarheimi mínum í...
by Katrín Lilja | des 2, 2020 | Furðusögur, Hlaðvarp, Ungmennabækur
Katrín Lilja og Rebekka Sif ræða um furðusögur og ungmennabækur. Athygli vekur að stór hluti ungmennabóka í ár eru furðusögur. Í raun flokkast furðusögur oft til ungmennabóka, en er það rétt? Eru allar furðusögur ungmennabækur? Og eiga furðusögur eingöngu erindi til...
by Rebekka Sif | des 2, 2020 | Jólabók 2020, Ljóðabækur, Nýir höfundar
Í sumar fengu fjórir nýir höfundar Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta en einn af þeim var Arndís Lóa Magnúsdóttir. Hún fékk styrk fyrir ljóðabókinni Taugaboð á háspennulínu. Bókin kemur út hjá Unu útgáfuhúsi og er tvískipt ljóðsaga. Tjáningarleysi Fyrsti...
by Sæunn Gísladóttir | des 1, 2020 | Jólabók 2020, Nýir höfundar, Óflokkað, Smásagnasafn, Stuttar bækur
Þrír skilnaðir og jarðarför eftir Kristján Hrafn Guðmundsson kom út á dögunum en þetta er fyrsta bók höfundar. Um er að ræða smásagnasafn sem samanstendur af sjö smásögum, þar af einni, Fólk og fjöru, sem er í þremur pörtum í gegnum bókina. Til gamans má geta að þetta...
by Katrín Lilja | nóv 30, 2020 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2020
Bækurnar um Orra óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson staldra stutt við á skólabókasöfnum og þær hafa selst eins og heitar lummur síðustu tvö jól. Þriðja bókin um Orra og vini hans situr nú þegar í efstu sætum metsölulista. Krakkar hreinlega éta þessar sögur upp til agna...
by Katrín Lilja | nóv 27, 2020 | Barnabækur, Hrein afþreying, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2020, Nýir höfundar
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir hefur komið mér í gegnum kófið hingað til með ótrúlega raunsæum teikningum sínum á síðunni Lóaboratoríum. Ég var því nokkuð spennt þegar ég sá að hún var með bók í jólabókaflóðinu. Stíll Lóu í skopmyndum er raunsær, en alltaf hittir hún beint í...
by Katrín Lilja | nóv 24, 2020 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2020
Þriðja bókin úr brókaseríu Arndísar Þórarinsdóttur heitir Nærbuxnavélmennið og er eins og áður bráðfyndin bók um atburði í Brókarenda, þar sem Nærbuxnaverksmiðjan (núna Rumpurinn) gnæfir yfir öllu og heldur samfélaginu saman, þar sem Gutti og Ólína eru allt í öllu í...
by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir | nóv 23, 2020 | Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2020, Skáldsögur
Bróðir er fjórða skáldsaga Halldórs Armand, gefin út af Forlaginu undir merkjum Máls og Menningar. Bróðir fjallar um systkinin Skorra og Tinnu. Mikill aldursmunur er á systkinunum en þau eru samt sem áður náin, sem má rekja til þess að móðir þeirra dó frá þeim...
by Katrín Lilja | nóv 21, 2020 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2020
Vinsælustu barnabækur í jólabókaflóði síðustu ára eru Þín eigin bækur Ævars Þórs Benediktssonar. Að þessu sinni fá lesendur að dýfa sér niður í undirdjúpin í Þín eigin undirdjúp og kynnast helstu leyndardómum sjávarins. Evana Kisa myndlýsir bækurnar eins og áður. Þrír...
by Sæunn Gísladóttir | nóv 20, 2020 | Jólabók 2020, Skáldsögur
Flest okkar upplifðu það í byrjun COVID-19 faraldursins að líf okkar væri að breytast til muna og að hlutirnir yrðu ekki áfram eins. Lífið hægðist hjá mörgum og sumir fengu óvænt andrými til að hugsa um líf sitt, ferðafélaga í því, og hvað raunverulega skiptir máli....
by Katrín Lilja | nóv 19, 2020 | Íslenskar unglingabækur, Jólabók 2020, Nýir höfundar, Ungmennabækur
Rut Guðnadóttir sigraði í handritakeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin í ár með ungmennabókinni Vampírur, vesen og annað tilfallandi. Fyrir um ári síðan var sérstaklega kallað eftir handritum að ungmennabókum í samkeppnina, enda mikil þörf á bókum fyrir ungmenni...
by Katrín Lilja | nóv 18, 2020 | Barnabækur, Fjölskyldubækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2020, Ljóðabækur
Bergrún Íris Sævarsdóttir er margverðlaunaður barnabókahöfundur. Hún hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir bókina sína Kennarinn sem hvarf og Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Langelstur að eilífu. Í ár er hún með tvær bækur í jólabókaflóðinu, Kennarinn...
by Katrín Lilja | nóv 17, 2020 | Barnabækur, Hrein afþreying, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2020
Yrsa Sigurðardóttir er með tvær bækur í jólabókaflóðinu í ár. Hina klassísku glæpasögu sem margir geta ekki verið án yfir jólin og svo bókina um Herra Bóbó. Yrsa hefur áður sent frá sér barnabækur og í raun er það þannig sem hún steig fyrst inn á ritvöllinn. Langt er...
by Katrín Lilja | nóv 16, 2020 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2020, Nýir höfundar
Björk Jakobsdóttir, sendir frá sér sína fyrstu bók í ár – bókina Hetja. Á kápunni má sjá svartan hest ösla gegnum snjó með óbeislað íslenskt hálendi í bakgrunni. Kápan gefur staðfastlega til kynna að hún fjalli um hest, en hún fjallar líka um Björgu....