by Katrín Lilja | des 10, 2021 | Hrollvekjur, Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2021, Spennusögur
Emil Hjörvar Petersen hefur skrifað tvær bækur fyrir Storytel Original; Ó, Karítas og Hælið. Sú breyting er þó á útgáfu hljóðbókarinnar Hælið að henni fylgir líka prentuð bók og því tekur Storytel þátt í hinu íslenska jólabókaflóði. Hælið er hrollvekja úr íslenskum...
by Katrín Lilja | des 9, 2021 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2021, Léttlestrarbækur
Í Ljósaseríu Bókabeitunnar er ævinlega ein bók á ári sem er prentuð í lit. Það er auðvitað bókin sem kemur út í desember! Að þessu sinni er jólabók Ljósaseríunnar Jónas ísbjörn og jólasveinarnir eftir Súsönnu M. Gottsveinsdóttur með myndlýsingum Victoriu Buzukina....
by Rebekka Sif | des 8, 2021 | Jólabók 2021, Smásagnasafn
Vendipunktar er smásagnasafn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson sem er þekktur fyrir bæði ljóð, texta og barnabækur. Í þessari bók leynast sjö sögur en ef draga má merkingu frá nafni bókarinnar verða í öllum sögunum einhverskonar hvörf eða þáttaskil í lífi persónanna....
by Katrín Lilja | des 7, 2021 | Ævintýri, Barnabækur, Furðusögur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2021
Gunnar Theodór Eggertsson gefur út barnabókina Furðurfjall – Nornaseiður í ár. Áður hefur hann gefið út þríleikinn um Galdra-Dísu og hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Steindýrin. Gunnar Theodór skrifar furðusögur, sumar misflóknar, en flestar mjög...
by Rebekka Sif | des 6, 2021 | Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2021, Skáldsögur
Ég greip með mér bókastafla í bústaðinn, eins og ég geri nú vanalega. Ég var byrjuð á einni en ákvað að lesa fyrstu blaðsíðurnar í smárri bók, bara aðeins að forvitnast. Það endaði ekki betur en svo að ég kláraði bókina fyrir svefninn. Þetta var bókin Konan hans...
by Jana Hjörvar | des 4, 2021 | Jólabók 2021, Sögulegar skáldsögur
Ásdís Halla Bragadóttir hefur sent frá sér sína fimmtu bók en þetta er þriðja bókin þar sem umfjöllunarefnið eru skyldmenni Ásdísar. Bókin heitir Læknirinn í Englaverksmiðjunni og er það bókaútgáfan Bjartur Veröld sem gefur út. Fyrri bækur Ásdísar sem fjalla einnig um...
by Rebekka Sif | des 3, 2021 | Barna- og ungmennabækur, Barnabækur, Furðusögur, Íslenskar unglingabækur, Jólabók 2021, Ungmennabækur
Furðusagan Ljósberi hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin þetta árið. Höfundur bókarinnar er íslenskum lesendum góðkunnur en hann Ólafur Gunnar Guðlaugsson færði okkur Benedikt búálf sem er enn að gera það gott, m.a. með geysivinsælli uppsetningu Leikfélags Akureyrar....
by Sæunn Gísladóttir | des 2, 2021 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023, Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2021, Óflokkað, Skáldsögur
Benný Sif Ísleifsdóttir, þjóðfræðingur, sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu Grímu árið 2018 og hefur verið afar afkastamikil síðan þá og gefið út fimm bækur á þremur árum. Barnabækurnar eru tvær: Jólasveinarannsóknin og Álfarannsóknin. Hún fylgdi svo skáldsögunni...
by Katrín Lilja | des 1, 2021 | Ævintýri, Barnabækur, Fjölskyldubækur, Jólabók 2021, Þýddar barna- og unglingabækur
Jólasvínið efti JK Rowling kom samtímis út á fjölda tungumála í lok október og þar á meðal á íslensku, í þýðingu Ingunnar Snædal. Í Jólasvíninu segir frá Jack, sem elskar Día sinn, lítinn og tættan taugrís sem hefur fylgt honum allt frá fæðingu. Líf Jack er nokkuð...
by Katrín Lilja | nóv 30, 2021 | Ævintýri, Barnabækur, Jólabók 2021
Tröllamatur er fyrsta barnabók Berglindar Sigursveinsdóttur, myndlistakonu og kemur út hjá bókaútgáfunni Unga ástin mín. Bókin er lokaverkefni hennar af teiknibraut við Myndlistaskólann í Reykjavík. Það gleður mig að sjá að Berglind stefnir á frekara nám í...
by Rebekka Sif | nóv 29, 2021 | Jólabók 2021, Ljóðabækur
Umframframleiðsla er fyrsta ljóðabók Tómasar Ævars Ólafssonar. Hann er heimspekingur, dagskrágerðarmaður hjá Rás 1 og nánast útskrifaður með meistaragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Í aðfararorðum ljóðabókarinnar er sagt frá lækninum Duncan MacDougall sem greinir...
by Lilja Magnúsdóttir | nóv 28, 2021 | Jólabók 2021, Lestrarlífið, Pistill
Jólabókaflóðið er hafið. Bókatíðindi eru mætt í hús og fyrir bókafólk er þetta besti tími ársins. Á hverjum degi bætast við nýjir titlar og auglýsingar í fjölmiðlum minna okkar á hinar og þessar æsispennandi bækur. En þó svo að þetta sé besti tími ársins hjá okkur...
by Sæunn Gísladóttir | nóv 28, 2021 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023, Jólabók 2021, Skáldsögur, Skvísubækur
Það er alltaf nóg í gangi á hinni skálduðu eyju Mure þrátt fyrir fáa íbúa og afskekkta staðsetningu en nú hefur Jenny Colgan gefið út fimmtu bókina sem gerist þar sem nefnist Jól á eyjahótelinu. Eyjahótelið standsett Angústúra gefur út bókina í þýðingu Helgu Soffíu...
by Victoria Bakshina | nóv 26, 2021 | Jólabók 2021, Ljóðabækur
Við lesum ennþá höfum lokað inni orð sem gagnast fáum orðið fellur framaf tungunni fellur ofaní hyldýpið þar sem ránfiskar svamla um og niðrí myrkrinu má sjálfsagt finna tilgang. bls. 28, Orð, ekkert nema orð Bubbi er sannarlega menningartákn Íslands. Hann hefur gert...
by Katrín Lilja | nóv 25, 2021 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Íslenskar unglingabækur, Jólabók 2021
Ævar Þór Benediktsson hefur ekki látið sitt eftir sitja í jólabókaflóðinu síðan önnur bókin hans kom út árið 2011. Nú eru þær orðnar tuttugu og fjórar talsins og ná til flestra aldurshópa. Hann hefur skrifað bækur fyrir börn frá leikskólaaldri upp í efsta stig...