by Rebekka Sif | des 26, 2020 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2021, Jólabók 2020, Nýir höfundar, Smásagnasafn, Stuttar bækur
Fyrsta bók Maríu Elísabetar kom út hjá Unu útgáfuhúsi í nóvember. Bókin er samansafn af sjö smásögum þar sem lesandi fær að gæjast inn í líf fjölbreyttra persóna úr íslenskum raunveruleika. Þemu sagnanna eru fjölbreytt en í hverri þeirra eru samskipti í...
by Rebekka Sif | des 25, 2020 | Jólabók 2020, Skáldsögur, Vísindaskáldsögur
Það hefur alltaf verið einhver drungi og mystería yfir skrifum Steinars Braga og er því sérlega gaman að taka upp bók eftir hann í skammdeginu. Í þetta sinn ber hann á borð framtíðartryllir, vísindaskáldsögu, sem gerist í hjarta Reykjavíkur. Lesandinn fylgir Höllu,...
by Lilja Magnúsdóttir | des 24, 2020 | Leslistar, Lestrarlífið, Pistill
Nú, þegar nálgast frí hjá mörgum yfir hátíðarnar, heyri ég æ fleiri tala um allar þáttaraðirnar sem á að leggjast yfir í fríinu. „Hvað á svo að horfa á um jólin?“ er spurning sem margir fá þessa dagana. Endalausar spekúlasjónir má lesa í grúbbum á Facebook um hina og...
by Katrín Lilja | des 23, 2020 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023, Furðusögur, IceCon 2021, Íslenskar unglingabækur, Jólabók 2020, Ungmennabækur
Hildur Knútsdóttir slær botninn í þríleikinn sinn um Kríu með bókinni Skógurinn. Allar bækur Hildar í þríleiknum hafa nú hlotið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, enda er hér á ferðinni mjög metnaðarfull saga sem skrifuð er þvert á bókmenntagreinar....
by Katrín Lilja | des 22, 2020 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2020
Hildur Loftsdóttir kynnti íslenska lesendur fyrir sögupersónunum Ástu og Kötu í fyrra í bókinni Eyðieyjan – Urr, öskur, fótur og fit. Þar ganga systurnar inn í álfahól og þurfa að bjarga lífi afa síns í fortíðinni. Afi Jaki leiðir stúlkurnar á nýjar slóðir í...
by Sæunn Gísladóttir | des 21, 2020 | Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2020, Skáldsögur
Í vetur kom út fyrsta skáldsaga Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ein, en síðustu ár hefur hún gefið út tvær fjölskyldusögur, Tvísaga og Hornauga, sem hlutu mjög góðar viðtökur. Ein á sér stað í kringum páskana 2020 þegar kórónuveiran hefur lagst þungt á landann. Bókin hefst...
by Katrín Lilja | des 20, 2020 | Hlaðvarp, Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2020
Katrín Lilja, Rebekka Sif og Sæunn Gísladóttir sitja saman í nýlegu bókaherbergi þeirrar síðastnefndu, dreypa á heitu súkkulaði og maula smákökur á meðan þær ræða um íslenskar skáldsögur í jólabókaflóðinu 2020. Til umræðu koma Ein eftir Ásdísi Höllu, Undir Yggdrasil...
by Rebekka Sif | des 17, 2020 | Barnabækur, Bókmenntahátíð í Reykjavík 2021, Jólabók 2020
Þessi jól gefur ein af okkar fjölhæfustu höfundum út barnabókina Iðunn og afi pönk. Gerði Kristnýju þarf vart að kynna en hún er þekkt fyrir mögnuð ljóð, grípandi skáldsögur og fjörugar barnabækur. Iðunn er nýorðin ellefu ára og fékk glæsilegt gult reiðhjól í...
by Rebekka Sif | des 16, 2020 | Ævintýri, Barna- og ungmennabækur, Barnabækur, Jólabók 2020
Nú er komið framhald Nornasögu – Hrekkjavakan úr smiðju hinnar fjölhæfu Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur. Nornasaga 2 – Nýársnótt á sér stað tæpum tveimur mánuðum eftir atburði fyrstu bókarinnar en flestir borgarbúar virðast hafa gleymt öllu sem gerðist á...
by Rebekka Sif | des 15, 2020 | Barnabækur, Jólabók 2020
Nýjasta bókin úr ljósaseríu Bókabeitunnar er jólasagan Stúfur leysir ráðgátu eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur. Stúfur skellir sér í hlutverk rannsakandans eftir að einhver stelur vendinum hennar Grýlu. Og það á sjálfum afmælisdeginum hennar! Stúfur fær enga hjálp frá...
by Katrín Lilja | des 14, 2020 | Furðusögur, Íslenskar unglingabækur, Jólabók 2020, Ungmennabækur
Gunnar Theodór Eggertsson sendir frá sér bókina Drauma-Dísa í jólabókaflóðið og lýkur þar með þríleik sínum um stelpuna Dísu, sem var einu sinni venjuleg menntaskólastelpa á Íslandi. Þríleikur á fimm árum Saga Dísu hefst í bókinni Drauga-Dísa (2015). Dísa er venjuleg...
by Katrín Lilja | des 12, 2020 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Íslenskar unglingabækur, Jólabók 2020
Árni Árnason hóf söguna af systkinunum Sóleyju og Ara í fyrra með bókinni Friðbergur forseti sem fjallar um uppgang þjóðernispopúlistans Friðbergs og það hvernig Sóley og Ari koma fjölda barna á Íslandi til bjargar. Í Háspenna, lífshætta á Spáni halda ævintýri...
by Katrín Lilja | des 8, 2020 | Barnabækur, Jólabók 2020, Leslistar
Það styttist í jólin og börnin fara að hlakka til. Biðin er nær óbærileg og þá er kannski gott að geta gripið í eitthvað skemmtilegt til að gera biðina ögn bærilegri. Góð saga sem hægt er að lesa dag eftir dag kemur sér vel. Hér á eftir koma því nokkrar bækur sem...
by Aðsent efni | des 5, 2020 | Annað sjónarhorn, Íslenskar unglingabækur, Nýir höfundar, Ungmennabækur
Eygló Sunna Kjartansdóttir er fjórtán ára og með brennandi áhuga á bókum. Hún las Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur, en bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2020. Dularfull veikindi stærðfræðikennara Bókin byrjar á Millu sem er að fá...
by Ragnhildur | des 3, 2020 | Barnabækur, Fjölskyldubækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2020, Klassík
Mikið svakalega gladdist ég mikið þegar ég sá bókina Gunnhildi og Glóa úti í bókabúð um daginn. Texti er eftir Guðrúnu Helgadóttur og myndir eftir Terry Burton og Úlfar Örn Valdimarsson. Bókin, sem kom upphaflega út árið 1985, var svo stór hluti af hugarheimi mínum í...