by Jana Hjörvar | nóv 3, 2021 | Barnabækur, Léttlestrarbækur
Ég hef lengi haft mikinn áhuga á svokölluðum léttlestrarbókum, bókum sem henta börnum á yngsta stigi grunnskóla til lesturs og fagna ég því þegar góðar slíkar bækur koma út. Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu Sævar eins og sumir kalla hann, er höfundur bókarinnar...
by Katrín Lilja | nóv 2, 2021 | Furðusögur, Ritstjórnarpistill
Dagana 5.-7. nóvember verður haldin furðusagnahátíðin IceCon í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Hátíðin er haldin í þriðja sinn hér á Íslandi og er í stíl erlendra furðusagnahátíða líkt og WorldCon og EuouroCon. IceCon er opin öllum og hvetur Lestrarklefinn alla...
by Sjöfn Asare | nóv 1, 2021 | Jólabók 2021, Skáldsögur
„Bók með prósentum í stað blaðsíðutals? Er það ekki svolítið typpalegt?“ spurði vinur minn eftir að ég lýsti í löngu máli uppsetningu og útliti bókarinnar sem ég var nýbyrjuð að lesa. Þetta voru frumlegustu viðbrögðin sem ég fékk þegar ég nefndi bókina...
by Þorsteinn Vilhjálmsson | okt 31, 2021 | Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2021, Lestrarlífið, Pistill, Vísindaskáldsögur
Eitt sem góðar bækur gera er að láta lesandann velta fyrir sér fyrir þýðingu orða sem honum eru allajafnan svo töm að hann hugsar aldrei neitt sérstaklega út í þau. Titill og innihald nýrrar skáldsögu Fríðu Ísberg, Merking, sendi mig í dálítinn leiðangur hvað þetta...
by Jana Hjörvar | okt 29, 2021 | Glæpasögur, Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2021
Þórarinn Leifsson tekur þátt í jólabókaflóðinu í ár með bókinni Út að drepa túrista sem kemur út hjá Forlaginu. Ég hafði ekki lesið neitt eftir Þórarinn áður en hafði þó heyrt um bókina Maðurinn sem hataði börn og rekist á nokkrar barnabækur eftir hann. Það var því...
by Katrín Lilja | okt 27, 2021 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023, Furðusögur, Hrein afþreying, Hrollvekjur, IceCon 2021, Jólabók 2021, Skáldsögur
Það er alltaf viss eftirvænting sem fylgir því að fá bók frá Hildi Knútsdóttur. Bækurnar hennar hitta alla jafnan í mark hjá mér. Í ár sendir hún frá sér tvær bækur. Nei, nú er nóg komið sem hún vinnur í samstarfi við Þórdísi Gísladóttur og er sjálfsætt framhald af...
by Katrín Lilja | okt 25, 2021 | Jólabók 2021, Ritstjórnarpistill
Jólabækurnar flæða að í stríðum straumum. Ef þú hefur ekki litið við í bókabúð nýlega þá ættirðu að gera það. Það er margt nýtt í boði, margt spennandi og margt gott í flóðinu í ár. Næstu vikurnar mun Lestrarklefinn hella sér að fullu inn í flóðið, synda um með...
by Rebekka Sif | okt 25, 2021 | Skáldsögur
Hver einasta bók Sally Rooney hefur slegið í gegn en þessi ungi rithöfundur er einungis þrítugur. Þriðja skáldsaga hennar, Beautiful World, Where Are You, kom út í byrjun september. Á tímabili var ekki víst að hún myndi skrifa aðra bók en heimsfrægðin sem hún hlaut...
by Katrín Lilja | okt 24, 2021 | Hrollvekjur, Leslistar
Það styttist í Hrekkjavökuna og því er ekki úr vegi að benda á nokkrar góðar hrollvekjur sem hægt er að sökkva sér í. Hérna er listi yfir þær bækur sem fanga á ágætan hátt anda Hrekkjavökunnar eða eru einfaldlega hrollvekjandi á einhvern hátt. Nornasaga:...
by Rebekka Sif | okt 22, 2021 | Jólabók 2021, Skáldsögur
Olía er einstaklega spennandi verk sem er nýkomið út hjá Máli og menningu. Höfundar skáldsögunnar eru sex, þær Þórdís Helgadóttir, Þóra Hjörleifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir og Fríða Ísberg. Saman kalla þær sig...
by Katrín Lilja | okt 21, 2021 | Ævintýri, Barna- og ungmennabækur, Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2021
Sigrún Elíasdóttir lýkur þríleiknum sínum um ferð Alex og Húgó á heimsenda með bókinni Illfyglið. Fyrsta bókin í þríleiknum, Ferðin á heimsenda – Leitin að vorinu, var gefin út haustið 2019 og önnur bókin, Ferðin á heimsenda – Týnda barnið, kom út haustið...
by Katrín Lilja | okt 20, 2021 | Barna- og ungmennabækur, Íslenskar unglingabækur, Jólabók 2021, Ungmennabækur
Þórunn Rakel Gylfadóttir sendir neglu inn í jólabókaflóðið með bókinni Akam, ég og Annika. Sagan er fyrsta skáldsaga Þórunnar, en sjálf kennir hún ritlist í Hagaskóla og stundar meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Það er greinilegt að Þórunn þekkir vel til...
by Jana Hjörvar | okt 18, 2021 | Glæpasögur, Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2021, Skáldsögur
Jónína Leósdóttir hefur lengi verið ein af þeim höfundum hvers bækur fara sjálfvirkt á leslistann minn þegar þær koma út. Bækurnar um eftirlaunaþegann hana Eddu þykja mér skemmtilegar svo ég var spennt þegar ég sá að út væri komin ný glæpasaga eftir Jónínu með nýjum...
by Katrín Lilja | okt 16, 2021 | Hrollvekjur, IceCon 2021, Íslenskar skáldsögur, Sögulegar skáldsögur, Viðtöl
Emil Hjörvar Petersen sendi frá sér bókina Hælið fyrir stuttu. Bókin er unnin í samstarfi við Storytel, eins og bókin Ó, Karítas sem kom út í fyrra. Viðtökurnar við báðum bókum hafa verið framar vonum segir Emil. „Þetta var víst ein best heppnaða útgáfa Storytel á...
by Aðsent efni | okt 14, 2021 | Rithornið
Hinn réttsýni foringi Eftir Fjalar Sigurðarson Það rignir. Dúfan breiðir vængi sína hljóðlega út, Það var orðið áliðið og skuggarnir komu sér gætilega fyrir í hverju skúmaskoti stofunnar. Choe hafði kveikt á fátæklegum kertisstubb til að klára síðustu...