by Sæunn Gísladóttir | nóv 24, 2022 | Ástarsögur, Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023, Jólabók 2022, Skáldsögur, Sögulegar skáldsögur
Benný Sif Ísleifsdóttir stimplaði sig rækilega inn á rithöfundasenuna á Íslandi við útgáfu fyrstu skáldsögu sinnar Grímu árið 2018 og hefur verið afar afkastamikil síðan þá, sent árlega frá sér ritverk, bæði skáldsögur og barnabækur. Benný Sif nýtur bakgrunn sinn sem...
by Katrín Lilja | nóv 23, 2022 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2022
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er líklega best þekkt fyrir bráðfyndnar og beint-í-mark myndasögur. Til dæmis bjargaði hún mér í gegnum fyrsta ár heimsfaraldurins með myndasögunum sínum, sem síðar komu út í heildarsafni í bókinni Dæs. Síðustu ár hefur hún einnig skrifað...
by Rebekka Sif | nóv 22, 2022 | Bókmenntaþáttur
Brot úr fyrsta þættinum „Hryllingur, erótík og ævintýri.“ Nú er bókmenntavefþátturinn okkar í samstarfi við Storytel loksins kominn í loftið! Þið getið horft á fyrsta þáttinn hér en hann mun birtast vikulega á mbl.is í nóvember og desember. Við erum búin að halda...
by Katrín Lilja | nóv 21, 2022 | Barnabækur, Jólabók 2022, Þýddar barna- og unglingabækur
Systkinin Teddi og Nanna eru ákaflega samheldin refasystkin og búa saman í Stóru borg, þar sem öll dýrin á götunum þurfa að berjast um matinn. Þau sækja matinn í stóra ruslagáma fyrir utan kleinuhringjastað. En það eru ekki bara villt dýr sem sækja í ruslagámana,...
by Sæunn Gísladóttir | nóv 19, 2022 | Ástarsögur, Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023, Erlendar skáldsögur, Jólabók 2022, Skáldsögur, Skvísubækur
Nú er farið að líða að aðventunni og því tilvalið að taka því rólega, búa sér til heitt súkkulaði og leggjast í slökun með kósý bók. Jól í litlu bókabúðinni eftir Jenny Colgan, sem kom nýverið út í íslenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur, er hugljúf og auðlesin...
by Lilja Magnúsdóttir | nóv 17, 2022 | Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2022
Yfirborðskennd, háleitar hugsjónir og hræsni er viðfangsefni bókarinnar Auðlesin eftir Adolf Smára. Bjartur er ungur og upprennandi maður sem er með augun á markmiðum sínum og ætlar sér að ná langt. Hann vinnur hjá Reykjavíkurborg við að efla umhverfisvernd borgarbúa...
by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir | nóv 16, 2022 | Barna- og ungmennabækur, Barnabækur, Óflokkað, Þýddar barna- og unglingabækur
Barnabækurnar sem AM Forlag gefur út eru alltaf eitthvað svo töff. Ekki það að töffaraleiki bóka skipti öllu máli, en á sama tíma spyr ég mig, skiptir það samt ekki ákveðnu máli? Innihald og uppsetning sögunnar er kannski mikilvægast en samt er líka nauðsynlegt að...
by Lilja Magnúsdóttir | nóv 13, 2022 | Lestrarlífið, Pistill
Innbundnar bækur hafa yfirleitt þótt sitja hærra í virðingarstiganum en kiljurnar. Mjög mörgum þykir til dæmis ekki smart að gefa kiljur í jólagjöf, þess vegna koma bækur oft út innbundnar fyrir jól og svo korteri eftir jól koma út kiljuútgáfur af sömu titlum. Við sem...
by Jana Hjörvar | nóv 11, 2022 | Jólabók 2022, Skáldsögur, Spennusögur
Jólabókaflóðið er svo sannarlega hafið og Jónína Leósdóttir á að sjálfsögðu bók í flóðinu. Bókin Varnarlaus kom út hjá Forlaginu nú í október. Þetta er önnur sagan um Adam og Soffíu en fyrsta sagan kom út í fyrra og hét Launsátur. Sú bók hlaut góðar viðtökur og var...
by Anna Margrét Björnsdóttir | nóv 10, 2022 | Jólabók 2022, Sannsögur, Sjálfsævisögur
Hvernig ilmar söknuður eiginlega? Fyrir mér er það þung og svolítið sæt lykt, eins og ilmvatn sem situr eftir í fatnaði, gamlar bækur og píputóbak. Í nýjustu bók Elísabetar Jökulsdóttur, Saknaðarilmi, skapar hún eins konar ilmheim sem liggur sem rauður þráður í gegnum...
by Victoria Bakshina | nóv 9, 2022 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023, Jólabók 2022, Ljóðabækur
Я родом не из детства — из войны. И потому, наверное, дороже, Чем ты, ценю я радость тишины И каждый новый день, что мною прожит. Я родом не из детства — из войны. Прости меня — в том нет моей вины… Юлия Друнина, 1962 Ég kem ekki úr barnæsku – úr stríðinu. Og...
by Sjöfn Asare | nóv 8, 2022 | Jólabók 2022, Smásagnasafn
Fyrir nokkrum árum fór ég á upplestrarkvöld hjá ritlistarnemum í Háskóla Íslands. Allir lásu vel, áhugaverðar smásögur eða ljóð, en eitt skáld las sögu sem greip mig, sat í mér og gerir enn. Þegar ég frétti að skáldið hefði skrifað heilt safn smásagna varð ég því...
by Sjöfn Asare | nóv 7, 2022 | Leikhús, Leikrit
Við aldraður faðir minn sitjum fyrir miðju á þriðja bekk með fulkomið útsýni yfir sviðið í Tjarnarbíói. Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir mun innan skamms stíga á svið og flytja klukkustundarlanga uppistandið Madame Tourette. Salurinn næstum fyllist og stemning er í...
by Sæunn Gísladóttir | nóv 6, 2022 | Glæpasögur, Skáldsögur
Mörg okkar teljum okkur sjálf frekar skipulögð, en við stöndumst ekki samanburð við konu sem skrifaði bók til þess eins að geta gefið hana út eftir þrjátíu ár. Ég er að sjálfsögðu að vísa hér í mína heittelskuðu Agöthu Christie, en sú bók er Tjaldið fellur, Síðasta...
by Hugrún Björnsdóttir | nóv 4, 2022 | Glæpasögur, Jólabók 2022, Skáldsögur
Blinda er þriðja glæpasaga Ragnheiðar Gestsdóttur en í fyrra kom út Farangur sem naut mikilla vinsælda og þar áður Úr myrkrinu árið 2019. Áður en Ragnheiður sneri sér að glæpasagnaskrifum var hún þekkt fyrir að skrifa og myndlýsa barna- og ungmennabækur. Ragnheiður er...