by Sjöfn Asare | des 10, 2022 | Ástarsögur, Jólabók 2022
„Sá sem er ríkur þarf að leita uppi sína eigin óhamingju á meðan henni er stanslaust haldið að þeim sem ekkert eiga.“ Skáldsagan Brimhólar eftir Guðna Elísson er aðeins 135 blaðsíður. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir fyrri bók Guðna,...
by Rebekka Sif | des 9, 2022 | Bókmenntaþáttur
Hér má horfa á þáttinn í heild sinni á YouTube rás Storytel Í fjórða þætti Lestrarklefans á Storytel kennir ýmissa grasa. Salka Sól Eyfeld les upp úr jóladagatali Storytel, Sögur fyrir jólin eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur. Rebekka Sif hitti Rannveigu Borg höfund...
by Katrín Lilja | des 9, 2022 | Barna- og ungmennabækur, Íslenskar unglingabækur, Jólabók 2022, Ungmennabækur
Allt er svart í myrkrinu er fyrsta skáldsaga Elísabetar Thoroddsen. Bókin hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 í flokki barna- og ungmennabóka. Bókin er unglingabók og segir frá hinni 14 ára Tinnu sem er á leið í vetrarfrí með foreldrum sínum. Á...
by Katrín Lilja | des 8, 2022 | Barna- og ungmennabækur, Hrollvekjur, Jólabók 2022, Ungmennabækur
Fyrir jólin má treysta á að Ævar Þór Benediktsson sendi frá sér nýja bók, rétt eins og hægt er að treysta á að Arnaldur sé með nýja bók. Reyndar bíð ég með óþreyju eftir bók Ævars hver jól, rétt eins og margir bíða eftir nýja Arnaldi. Jólabók Ævars í ár er Drengurinn...
by Kristín Björg Sigurvinsdóttir | des 7, 2022 | Barnabækur, Harðspjalda bækur
Eins og ég sagði í fyrri umfjöllun um Múmínálfabækurnar hefur skapast sú hefð á mínu heimili að enda daginn á að lesa saman. Það er hluti af svefnrútínu okkar hjónanna með tæplega tveggja ára syni okkar og mig langar að fara yfir bækurnar sem hafa verið í uppáhaldi...
by Katrín Lilja | des 6, 2022 | Barnabækur, Fjölskyldubækur, Íslenskar barnabækur, Jólabók 2022
Með vindinum liggur leiðin heim eftir Auði Þórhallsdóttur er fallega myndskreytt saga af litlum andarunga og eldri hundi. Sagan gerist í ónefndri vík norður í landi, þar sem lítill andarungi er nýskriðinn úr eggi. Þrátt fyrir varnarorð andamömmu um að gæta verði að...
by Rebekka Sif | des 5, 2022 | Bókmenntaþáttur
Rebekka Sif, Katrín Lilja og Sæunn spjalla um Dalinn eftir Margréti Höskuldsdóttur. Nýjasti þáttur Lestrarklefans á Storytel er kominn í loftið! Rebekka Sif slær á þráðinn við Evu Rún Þorgeirsdóttur og ræddi um Sögur fyrir jólin, jóladagatal Storytel, og nýja...
by Jana Hjörvar | des 5, 2022 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023, Glæpasögur, Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2022
Eva Björg sendir í ár frá sér fimmtu bók sína, Strákar sem meiða en hún er gefin út af Veröld líkt og fyrri bækur hennar. Þetta er fjórða bókin sem fjallar um rannsóknarlögregluna Elmu og var undirrituð spennt að hefja lestur á henni. Eva Björg hefur frá fyrstu bók...
by Katrín Lilja | des 2, 2022 | Barna- og ungmennabækur, Barnabækur, Furðusögur, Íslenskar barnabækur, Íslenskar unglingabækur, Jólabók 2022, Ungmennabækur
Gunnar Theodór Eggertsson hóf þríleikinn um Furðufjall fyrir síðustu jól með bókinni Nornaseiður. Sagan gerist í öðrum heimi, þar sem álfar, hrímálfar, hrörálfar og aðrar furðuverur eru til. En í þessum heimi eru líka menn sem þó lifa í heimi sem svipar fremur til...
by Lilja Magnúsdóttir | des 1, 2022 | Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2022, Sannsögur, Skáldsögur, Stuttar bækur
Harmsögur hafa löngum verið vinsælt umfjöllunarefni, það er eitthvað við það að fylgjast með sögupersónu berjast fyrir lífi sínu og annarra. Vita ekki hvernig endar. Einar Kárason hefur síðustu ár gefið út nokkrar bækur tileinkaðar þessu efni. Opið haf er þriðja bókin...
by Sæunn Gísladóttir | nóv 30, 2022 | Ævisögur, Jólabók 2022, Sjálfsævisögur
Gift eftir Tove Ditlevsen er minningarbók sem segir frá hjónabandslífi danska rithöfundarins sem var enn ung að aldri þegar hún var fjórgift. Gift þýðir bæði að vera gift en einnig eitur á dönsku en titillinn passar afar vel þar sem bókin segir bæði frá eitruðu...
by Kristín Björg Sigurvinsdóttir | nóv 29, 2022 | Ævintýri, Barnabækur, Harðspjalda bækur, Jólabók 2022
Sú hefð hefur skapast á mínu heimili að enda daginn alltaf á að lesa. Kvöldlestur er hluti af svefnrútínu okkar hjónanna með tæplega tveggja ára syni okkar og mig langar að fara yfir bækurnar sem hafa verið í uppáhaldi undanfarið. Múmínálfabækurnar eiga þar stóran...
by Rebekka Sif | nóv 28, 2022 | Bókmenntaþáttur
Rebekka Sif, Kristín Björg og Katrín Lilja spjalla um bækur. Í öðrum þætti Lestrarklefans á Storytel hittir Rebekka Sif barnabókahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur á vinnustofu hennar í Íshúsinu Hafnarfirði. Þær spjalla meðal annars um...
by Sjöfn Asare | nóv 28, 2022 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023, Erlendar skáldsögur
Fólk var hneppt í þrældóm frá mismunandi svæðum í Afríku nýlendutímans. Það var flutt í gegnum Ghana, sem þá var bresk nýlenda. Siglt var með sundurslitnar fjölskyldur í bátum frá mismunandi Evrópulöndum til nýja heimsins. Fjölskyldunum var sundrað sem og ættbálkum og...
by Sjöfn Asare | nóv 25, 2022 | Barna- og ungmennabækur, Barnabækur, Harðspjalda bækur, Hinsegin bækur
Aumingja Efia er bara átta ára og stjúpmamma hennar pínir hana til að lesa með sér barnabækur til að dæma og birta svo á veraldarvefnum. Efia er vissulega spurð álits og segist vera til í verkefnið, en hversu áreiðanlegt er samþykki átta ára barns fyrir einhverju jafn...