by Victoria Bakshina | ágú 24, 2022 | Barna- og ungmennabækur, Barnabækur, Fjölskyldubækur, Þýddar barna- og unglingabækur
Bókin eftir Larysu Denysenko og Möshu Foya heitir reyndar á úkraínsku Maía og mömmur hennar og vakti talsverða athygli í heimalandinu þegar hún kom út árið 2017. Úkraína eins og mörg önnur slavnesk lönd voru ekki tilbúin og bókin var talin vera rof á hefðbundnum...
by Sæunn Gísladóttir | ágú 19, 2022 | Glæpasögur, Íslenskar skáldsögur, Spennusögur
Dalurinn er frumraun Margrétar S. Höskuldsdóttur og kom nýlega út hjá Forlaginu. Bókin segir frá Sif sem heldur ein síns liðs vestur á firði í sumarbústað foreldra sinna, sem stendur í eyðidal, til að leggja lokahönd á meistararitgerð. Planið er að hún verði þarna...
by Victoria Bakshina | ágú 17, 2022 | Bækur fyrir íslenskunám, Fræðibækur
Sem kennari íslensku fyrir innflytjendur get ég sagt að allt sé ekki alltaf svo bjart í okkar bransa; það sárvantar kennara, kennsluefni, ílag (þ.e. mállegu áreitin í formi talaðs máls og texta), og námskeið í íslensku sem öðru máli og það sérstaklega fyrir...
by Jana Hjörvar | ágú 14, 2022 | Íslenskar skáldsögur, Nýir höfundar, Skáldsögur, Spennusögur
Fyrir rétt rúmu ári síðan gaf bókaútgáfan Sæmundur út bókina Hylurinn eftir Gróu Finnsdóttur sem er jafnframt hennar fyrsta skáldsaga. Hylurinn er sögð vera dramatísk og spennandi saga af heillandi mannlífi, andlegum þroska, ástum og fallegri vináttu en einnig megi...
by Sjöfn Asare | ágú 5, 2022 | Hinsegin bækur, Leslistar
When I Grow up I Want to be a List of Further Possibilities (2017) Chen Chen er kínversk-bandarískt, samkynhneigt ljóðskáld. Hann fæddist árið 1989 í Kína en flutti sem barn til Bandaríkjanna með foreldrum sínum. When I Grow up I Want to be a List of Further...
by Hugrún Björnsdóttir | júl 30, 2022 | Sálfræðitryllir, Spennusögur
Sálfræðitryllirinn Gísl, eða Hostage á frummálinu, var gefin út sumarið 2021 en kom út sumarið 2022 í íslenskri þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Bókin er sjötta skáldsaga breska rithöfundarins og fyrrverandi lögreglukonunnar Clare Mackintosh. Lestrarklefinn hefur...
by Katrín Lilja | júl 27, 2022 | Barnabækur, Íslenskar barnabækur, Léttlestrarbækur
Okkar eigin Ævar Þór Benediktsson slær alltaf í gegn með Þín eigin bókunum sínum. Eftir að hann fór að skrifa styttar útgáfur af löngu Þín eigin bókunum hefur hann náð til yngri lesendahóps. Síðustu ár hafa komið tvær til þrjár léttlestrarbækur á ári byggðar á lengri...
by Katrín Lilja | júl 25, 2022 | Ástarsögur, Sálfræðitryllir, Skvísubækur
Bók Colleen Hoover, Þessu lýkur hér, eða It Ends With Us eins og hún heitir á frummálinu, hefur vakið mikla lukku meðal lesenda sinna. Á samfélagsmiðlinum TikTok hefur hún komist inn á BookTok, en hér tala ég ekki af mikilli innsýn. Mín reynsla af TikTok einskorðast...
by Rebekka Sif | júl 20, 2022 | Leikrit
Þetta sumarið hefur bókaforlagið Una útgáfuhús gefið út tvær litlar og stuttar bækur sem er svolítil breyting frá útgáfu fyrri ára. Fyrsta „litla“ bókin sem kom út þetta sumarið er leikritið Ókyrrð eftir Brynju Hjálmsdóttur. Brynja hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrr í ár...
by Sæunn Gísladóttir | júl 19, 2022 | Pistill, Skvísubækur, Sumarlestur
Ég er alæta á bækur og trúi því að allur lestur sé af hinu góða og ljúflestur er þar engin undantekning. Þó að ég lesi bækur í léttari kantinum allan ársins hring finn ég sérstaklega fyrir áhuga á þeim á þessum tíma árs. Enda koma oft nýir titlar út sem kalla á...
by Rebekka Sif | júl 18, 2022 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023, Ljóðabækur, Nýir höfundar, Örsagnasafn, Stuttar bækur
Ísland pólerað er fyrsta bók rithöfundarins Ewu Marcinek sem á rætur sínar að rekja til Póllands en er búsett í Reykjavík. Þrátt fyrir að þetta sé fyrsta bók hennar þá hefur hún birt fjölda ljóða og sagna í m.a. Tímariti Máls og menningar, Ós Pressunni og bókinni...
by Katrín Lilja | júl 17, 2022 | Pistill, Stuttar bækur
Stundum lít ég á bók og sé mjög fljótt að ég muni ekki geta lesið hana. Hún er of þykk. Sumar bækur eru svo þykkar og stórar að það er full vinna að lesa þær. Bæði að halda athygli í gegnum alla bókina og halda henni yfir andlitinu í rúminu. Þetta krefst vöðvastyrks...
by Katrín Lilja | júl 15, 2022 | Skáldsögur, Sterkar konur
Af þeim bókum sem hafa komið út í sumar þá hefur Inngangur að efnafræði eftir Bonnie Garmus farið hvað hljóðast. Sumarið er tími þýddra skáld- og glæpasagna. Hinn almenni lesandi gleypir í sig hvern léttlesturinn á fætur öðrum og við í Lestrarklefanum erum engin...
by Sæunn Gísladóttir | júl 11, 2022 | Ævisögur, Klassík, Matreiðslubók
Heimurinn syrgði bandaríska sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain þegar hann lést árið 2018. Ég eins og margir aðrir heyrði þó í fyrsta sinn af honum þá. Bourdain var kokkur sem slegið hafði í gegn í sjónvarpsþáttum þar sem hann ferðaðist til fjarlægra landa og kynnti...
by Sæunn Gísladóttir | júl 10, 2022 | Pistill
Ég eignaðist mitt fyrsta barn í byrjun janúar og reyndi að vera ekki með allt of miklar væntingar fyrir fæðingarorlofinu. Maður veit að sjálfsögðu ekkert hvað maður fær í hendurnar, barnið getur verið veikt, óvært, með kveisu, oft lasið og lengi má telja. Hún Rebekka...