by Katrín Lilja | ágú 19, 2021 | Smásagnasafn, Sumarlestur
Þægindarammagerðin er samstarfsverkefni ritlistarnema og nemenda í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands. Skapast hefur hefð fyrir þessari samvinnu og það er óneitanlega skemmtilegt að fá verk sín útgefin í bók að loknu námskeiði. áður hefur verið fjallað...
by Anna Margrét Björnsdóttir | ágú 17, 2021 | Fræðibækur, Sumarlestur
Það er fátt sem gleður mig meira en þegar rithöfundar taka flókin, þung, þurr eða erfið málefni og skrifa um þau með skemmtilegum hætti. Fyndnum, jafnvel! Það er hrein unun að lesa bók sem fær mann til að hugsa og reynir aðeins á mann, en skemmtir á sama tíma. Bókin...
by Sæunn Gísladóttir | ágú 15, 2021 | Skáldsögur, Sumarlestur
Bréfið, frumraun breska höfundarins Kathryn Hughes, í þýðingu Ingunnar Snædal hefur setið á toppi vinsældalista bókabúða hér á landi í allt sumar. Svipaða sögu er að segja erlendis en bókin náði þar alla leið í fyrsta sæti á metsölulista Amazon og hefur selst í meira...
by Katrín Lilja | ágú 14, 2021 | Barnabækur, Fjölskyldubækur, Sumarlestur, Þýddar barna- og unglingabækur
Þriðja bókin um Dinnu kom út á íslensku í sumar. Bækurnar um Dinnu eru eftir Rose Lagercrantz með myndlýsingum eftir Evu Eriksson og koma út í íslenskri þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur. Litli sæhesturinn gefur út. Áður hafa komið út bækurnar Hamingjustundir Dinnu...
by Katrín Lilja | ágú 12, 2021 | Barnabækur, Sumarlestur, Þýddar barna- og unglingabækur
Ein af nýútkomnum barnabókum þetta sumarið er Gírafína og Pellinn og ég eftir Roald Dahl í þýðingu Sólveigar Sifjar Hreiðarsdóttur með teikningum Quentin Blake. Síðustu misseri hefur bókaútgáfan Kver gefið út bækur Dahl í íslenskri þýðingu og mér virðist á öllu sem...
by Anna Margrét Björnsdóttir | ágú 10, 2021 | Rómantísk skáldsaga, Skvísubækur, Sumarlestur
Það hefur verið svoleiðis rífandi gangur á lestrinum frá því að ég leit aðeins upp úr kanínuholu bóka sem kenndar eru við ungmenni, en þar hef ég svo gott sem haft lögheimili frá því í febrúar. Ekki skilja mig sem svo að ég sé orðin þreytt á ungmennabókunum, alls...
by Anna Margrét Björnsdóttir | ágú 8, 2021 | Lestrarlífið, Pistill
„Ég er með hugmynd,“ sagði ég upp úr þurru við eiginmann minn í byrjun síðasta mánaðar. Við vorum stödd á sumarútsölu Nexus og ég stóð fyrir framan hillustæðu sem var smekkfull af bókum á afslætti og reyndi að muna hvort ég væri þegar búin að kaupa...
by Rebekka Sif | ágú 6, 2021 | Skáldsögur, Sumarlestur
Vanessa mín myrka eftir Kate Elizabeth Russell kom út í Bandaríkjunum árið 2020 og þrátt fyrir nálægðina við #metoo byltinguna 2017 þá var bókin áratugi í smíðum. Líkast til hefur bókin þó fengist útgefin þar sem jarðvegurinn var frjór fyrir sögur sem þessa eftir...
by Katrín Lilja | ágú 5, 2021 | Ást að vori, Rómantísk skáldsaga, Skvísubækur, Sumarlestur
Öll eigum við okkur leyndarmál sem við viljum helst ekki að aðrir viti. Kannski er það eitthvað pínulítið og skiptir ekki máli – eins og ömmunærbuxurnar hennar Bridget Jones, sem voru reyndar ekki pínulitlar. Kannski er leyndarmálið eitthvað sem gæti breytt lífi...
by Rebekka Sif | ágú 3, 2021 | Ævintýri, Barna- og ungmennabækur, Fjölskyldubækur, Sögulegar skáldsögur, Sterkar konur, Sumarlestur, Ungmennabækur
Lygatréð eftir Frances Hardinge er ævintýraleg ungmennabók sem kom út hjá Partusi núna í sumar. Alltaf finnst mér jafn gleðilegt að sjá svona spennandi titla fyrir þennan lesendahóp koma út. Bókin fjallar um hina fjórtán ára Faith en hún og fjölskylda hennar flýja til...
by Sæunn Gísladóttir | ágú 2, 2021 | Glæpasögur, Sumarlestur
Stúlkurnar á Englandsferjunni er frumraun danska höfundarins Lone Theils. Hún kom fyrst út árið 2015 en hefur slegið í gegn víða um heiminn og kom út í íslenskri þýðingu Þórdísar Bachmann árið 2017. Sagan gerist bæði á Englandi og í Danmörku og segir frá danska...
by Aðsent efni | júl 29, 2021 | Rithornið
Þrjár örsögur Eftir Svan Má Snorrason Jarðað Ég tók þátt í því að láta ömmu mína síga niður í jörðina. Það var erfitt en hafðist og ég hugsa ekki oft um það. Tárin sem streymdu þá úr augum mínum breyttust í nokkra pínulitla demanta á leiðinni niður í gröfina og...
by Aðsent efni | júl 22, 2021 | Rithornið
Kragerø 22. júlí 2011 Eftir Berglindi Ósk Hér er fallegasti skerjagarður í Noregi, á sumrin streymir Oslófólk að hytturnar fyllast og bærinn lifnar við. Hér er alltaf sól, alltaf friðsælt. Í dag er rigning. Við erum í heimsókn hjá vinkonu...
by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir | júl 20, 2021 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2021, Skáldsögur
Eftir að ég las Hreinsun (Puhdistus, 2008) eftir Sofi Oksanen hef ég spænt í mig nánast allt sem finnsk-eistneski rithöfundurinn Sofi Oksanen hefur skrifað og gefið frá sér og ég beðið í eftirvæntingu eftir nýjum titlum. Hundagerðið (Koirapuisto, 2019) veldur...
by Katrín Lilja | júl 19, 2021 | Ást að vori, Bókmenntahátíð í Reykjavík 2023, Hrein afþreying, Skvísubækur, Sumarlestur, Valentínusardagur
Á sumrin koma út bækur með verma hjartað, fá mann til að slaka á og njóta. Minna mann á að lífið er til að lifa því! Bækur Jenny Colgan hafa verið áberandi sumarbækur síðan Angústúra hóf að gefa þær út á íslensku hér á landi. Ég hef heyrt af konum sem endurlesa sömu...