by Rebekka Sif | ágú 13, 2020 | Rithornið
Amma Engill Eftir Sigríði Örnólfsdóttur Amma var orðin gömul og líkaminn hennar lasinn. Hún gat ekki lengur gert jafn margt og áður. Eins og að fara í göngutúr í góðu veðri af því henni var svo illt í fótunum. Svo einn góðan veðurdag dó hún bara. Áður var hún búin að...
by Rebekka Sif | ágú 11, 2020 | Skáldsögur, Sterkar konur, Sumarlestur
Nú hef ég lesið töluvert magn af bókum í sumar en það sem ég verð að segja að hafi verið bók sumarsins var skáldsagan Girl, Woman, Other eftir Bernardine Evaristo. Bókin vann Booker verðlaunin 2019 ásamt ógrynni annarra verðlauna. Hún er algjör metsölubók og tilnefndi...
by Katrín Lilja | ágú 10, 2020 | Fræðibækur
Á internetinum er hægt að finna dýpstu brunna þekkingar um hvaða málefni sem þú óskar þér, en líka botnlaus dý af vanþekkingu og lygi um nákvæmlega sama málefni. Það er okkar að velja úr þessum offramboði þekkingar og flokka í gott og slæmt. Þetta er stundum erfitt....
by Katrín Lilja | ágú 8, 2020 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2021, Spennusögur, Sumarlestur
Stundum dettur maður óvænt niður á bók sem fangar alla athygli manns algjörlega. Oftar en ekki þegar þetta kemur fyrir hjá mér er það vegna þess að ég hef gleymt að taka með mér aukabók eitthvert og sit því uppi með bókina sem ferðafélagar mínir hafa klárað. Vissulega...
by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir | ágú 7, 2020 | Ævisögur, Sumarlestur
Menntuð (e. Educated) eftir Töru Westower kom upprunalega út í febrúar árið 2018 og vakti strax gríðarlega athygli. Hún var meðal annars valin ein af bestu bókum ársins af New York Times en hún kom út í íslenskri þýðingu Ingunnar Snædal ári síðar. Sagan samanstendur...
by Rebekka Sif | ágú 6, 2020 | Rithornið
Óreiða Eftir Rakel Þórhallsdóttur Ég blikkaði augunum og virti fyrir mér áhyggjufullan vangasvip hennar á meðan hún talaði. Hún leit til skiptis á svartan kaffibollann og mig. Um hvað var hún eiginlega að tala? Alveg síðan ég man eftir mér hafði samband okkar...
by Katrín Lilja | ágú 5, 2020 | Skáldsögur, Sumarlestur, Valentínusardagur
Sophie Kinsella. Nafnið eitt dugir til að selja bók og þess vegna er nafn hennar sett á sem flestar bækur – sama hvort hún skrifaði þær eða ekki. Það er nær sama hvaða bók kemur út eftir hana, hún verður nær óhjákvæmilega metsölubók, þótt eflaust séu bækur...
by Rebekka Sif | ágú 4, 2020 | Skáldsögur, Sögulegar skáldsögur, Sumarlestur
Á ferðalagi um landið las ég bókina Litla land eftir Gaël Faye sem kom út í áskriftarseríu Angústúru. Bókin fjallar um ungan dreng, Gaby, sem býr í Bújúmbúra í Búrúndí. Móðir hans þurfti að flýja Rúanda þegar hún var ung, og faðir hans er franskur, en saman ákváðu þau...
by Rebekka Sif | júl 30, 2020 | Rithornið
SOFFÍA KYNNIST NÝJU FÓLKI Eftir Guðbjörgu Árnadóttur og Járngerði Þórgnýsdóttur. STELPAN Í LYFTUNNI Soffía er nýflutt í risastórt hús með mömmu sinni og pabba. Þetta er blokk með 12 hæðum, segir pabbi. Soffía horfir upp eftir þessu húsi sem er fullt af gluggum með...
by Katrín Lilja | júl 29, 2020 | Ljóðabækur, Sumarlestur
Það eru án efa mörg skáld sem hafa fengið innblástur til skrifa á meðan á samkomubanni stóð í mars og apríl í ár. Á næsta ári koma örugglega út fjölmargar bækur sem sækja efni í þessa tíma, og það er gott og blessað því skáldskapurinn er fullkomin leið til að takast á...
by Sæunn Gísladóttir | júl 27, 2020 | Skáldsögur, Sumarlestur
Eftir endalokin eftir Clare Mackintosh kom nýverið út í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Bókin gerist í Birmingham á Englandi og segir frá hjónunum Max og Pip Adams sem eru samhent og samkvæmt flestum mælikvörðum hamingjusamlega gift. Ungur sonur þeirra, Dylan, er...
by Katrín Lilja | júl 24, 2020 | Rómantísk skáldsaga, Sumarlestur
Fyrir stuttu kom út bókin Sumar í París eftir Söruh Morgan. Bókin flokkast sem rómantísk skáldsaga og stendur vel fyrir sínu sem slík. Sarah Morgan er mjög afkastamikill höfundur og hefur sent frá sér um áttatíu bækur síðan hún byrjaði að skrifa árið 2001. Hún skrifar...
by Rebekka Sif | júl 23, 2020 | Rithornið
Legolas í Hellisgerði Eftir Val Áka Svansson „Er ekki Legolas álfur?“ spurði Elísa, tvíburasystir Nonna, mig þegar ég kom í heimsókn til hans einn dag eftir skóla. Áður en ég gat svarað spurningunni sagði hún: „Komdu aðeins inn í herbergi. Þú veist svo mikið...
by Rebekka Sif | júl 21, 2020 | Smásagnasafn, Sumarlestur
Smásagnasafnið Samhengi hlutanna eftir Eygló Jónsdóttur kom út hjá Björt bókaútgáfu í byrjun sumars. Bókin er frekar stutt, aðeins 112 blaðsíður. Eygló hefur áður gefið út tvær ljóðabækur og barnabókina Ljóti jólasveinninn (2017). Þetta er fyrsta smásagnasafn Eyglóar...
by Rebekka Sif | júl 16, 2020 | Rithornið
Heimsóknin Byrjun á lengra verki Eftir Vigni Árnason Vindurinn feykir hettunni minni niður um leið og ég stíg út úr bílnum. Ég þori ekki að leggja bílnum fyrir framan hjá honum Kára því mér líður eins og að Jón gæti komist að því. Í stað þess legg ég á...