by Katrín Lilja | júl 15, 2022 | Skáldsögur, Sterkar konur
Af þeim bókum sem hafa komið út í sumar þá hefur Inngangur að efnafræði eftir Bonnie Garmus farið hvað hljóðast. Sumarið er tími þýddra skáld- og glæpasagna. Hinn almenni lesandi gleypir í sig hvern léttlesturinn á fætur öðrum og við í Lestrarklefanum erum engin...
by Sæunn Gísladóttir | júl 11, 2022 | Ævisögur, Klassík, Matreiðslubók
Heimurinn syrgði bandaríska sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain þegar hann lést árið 2018. Ég eins og margir aðrir heyrði þó í fyrsta sinn af honum þá. Bourdain var kokkur sem slegið hafði í gegn í sjónvarpsþáttum þar sem hann ferðaðist til fjarlægra landa og kynnti...
by Sæunn Gísladóttir | júl 10, 2022 | Pistill
Ég eignaðist mitt fyrsta barn í byrjun janúar og reyndi að vera ekki með allt of miklar væntingar fyrir fæðingarorlofinu. Maður veit að sjálfsögðu ekkert hvað maður fær í hendurnar, barnið getur verið veikt, óvært, með kveisu, oft lasið og lengi má telja. Hún Rebekka...
by Katrín Lilja | júl 8, 2022 | Barnabækur, Léttlestrarbækur
Þegar Kertasníkir hefur skriðið aftur til fjalla á Þrettándanum fréttum við ekkert af jólasveinunum fyrr en 11. desember. Sjálf hef ég litið svo á að jólasveinarnir leggist i dvala, feli sig fyrir sól og hita. Þeir eru nú einu sinni einhvers konar tröll. Eða svo hélt...
by Katrín Lilja | júl 6, 2022 | Ljóðabækur
Móðuhlutverkið er erfitt, flókið, gefandi og skemmtilegt. Ég sækist í efni sem ég get speglað mig í, skoðað móðuhlutverkið frá öðrum hliðum, rýnt og pælt. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir gaf út ljóðabók sína Mamma þarf að sofa í lok maí. Áður hefur Díana gefið út...
by Sæunn Gísladóttir | júl 4, 2022 | Ástarsögur, Skáldsögur, Skvísubækur
The Storm Sister eða Systirin í storminum eins og titillinn hefur verið þýddur á íslensku er önnur bókin í sjö bóka seríu höfundarins Lucindu Riley um D’Aplièse. Bókin kom út ári á eftir fyrstu bókinni í seríunni, eða árið 2015 og kom nýlega út í íslenskri þýðingu...
by Hugrún Björnsdóttir | júl 3, 2022 | Leslistar
by Katrín Lilja | júl 2, 2022 | Skáldsögur, Sögulegar skáldsögur
Þegar Auður Haralds sendir frá sér nýja bók sest maður upp í stólnum og bíður spenntur eftir að komast yfir eintak af bókinni. Hvað er drottinn að drolla heitir nýja bókin, sú fyrsta í 30 ár. Auður sló í gegn á sínum tíma með bókunum um Elías og...
by Katrín Lilja | júl 1, 2022 | Fréttir, Leslistar, Ritstjórnarpistill
Vinna síðustu vikna skilar sér loksins núna. Í dag höfum við opnar nýja síðu Lestrarklefans. Ætlunin er að viðmótið sé örlítið einfaldara fyrir lesendur okkar. Við höfum bætt við leslistum í haus síðunnar, þar sem auðvelt er að nálgast leslista með barnabókum. Aðrir...
by Rebekka Sif | jún 12, 2022 | Leslistar, Sumarlestur
Sumarið er tíminn – fyrir endalausan lestur. Það er kominn júní og við í Lestrarklefanum erum farin að huga að löngu sumarkvöldunum, sumarfríinu og sumarbókunum okkar. Hér eru okkar meðmæli inn í sumarið. Leslisti Rebekku Sifjar Ég vil byrja á því að minnast á...
by Katrín Lilja | jún 9, 2022 | Barnabækur, Sumarlestur, Þýddar barna- og unglingabækur
Það er hægt að treysta á að tvisvar á ári komi út ný bók í hinni geysivinsælu glæpasagnaseríu um Lalla og Maju eftir þau Martin Widmark og Helenu Willis. Fyrir tveimur árum skrifaði ég fyrstu umfjöllun mína um Skólaráðgátuna. Þá hafði átta ára sonur minn dottið niður...
by Sjöfn Asare | jún 8, 2022 | Leikhús
Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar spyr sig hvers vegna hann hefur ekki náð sömu velgengni og frægð og karluppistandshópar í sýningunni FemCon 2022, en undirskrifuð sat einmitt síðustu sýninguna. Þrátt fyrir að vera á hápunkti fegurðar sinnar virðast þær Salka, Hekla...
by Sjöfn Asare | jún 6, 2022 | Íslenskar skáldsögur, Skáldsögur, Stuttar bækur, Sumarlestur
Getnaður eftir Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur rann mjúklega inn um lúguna, eins og limur rennur inn í leggöng strax á fyrstu síðum hennar. Heitasta bók sumarsins var komin í hendur mér, nýjasti sigurvegari Nýrra radda, handritasamkeppni Forlagsins. Hún er uppfull...
by Katrín Lilja | jún 2, 2022 | Barnabækur, Ungmennabækur
Glæpasögur eru vinsælar, seljast eins og heitar lummur um allan heim. Það er því ekkert skrýtið að börnin okkar hafi tekið því fagnandi þegar fyrsta Kennara-bókin kom út. Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar...
by Jana Hjörvar | maí 31, 2022 | Barna- og ungmennabækur, Barnabækur, Léttlestrarbækur, Sumarlestur
Fjórða Létt að lesa bókin í ritröðinni Bekkurinn minn er komin út hjá Bókabeitunni. Hún ber nafnið Hjólahetjan og er sem fyrr skrifuð af Yrsu Þöll Gylfadóttur og myndskreytt af Iðunni Örnu. Fyrri bækur ritraðarinnar eru Prumpusamloka, Geggjað ósanngjarnt og Lús! en...