by Hugrún Björnsdóttir | maí 29, 2022 | Leslistar
“Staðreyndin er sú að barnauppeldi er langt og erfitt starf, ávinningurinn er ekki alltaf augljós, vinnan er vanmetin og foreldrar eru jafn mannlegir og næstum jafn berskjaldaðir og börnin þeirra.” – Dr. Benjamin Spock, Baby and Child Care, 1945 Ég taldi mig...
by Victoria Bakshina | maí 26, 2022 | Íslenskar skáldsögur, Skáldsögur, Sögur um geðheilsu, Sterkar konur, Sumarlestur
Geðraskanir eru hluti af nútíma menningu – hetjur eru gæddar þeim næstum jafn oft og karakterar á 19. öld berklum. Á menningarsviðinu hefur þetta efni verið allt frá djöflavæðingu yfir í rómantísering og fyrst núna er smám saman verið að hreinsa það af...
by Lilja Magnúsdóttir | maí 23, 2022 | Barna- og ungmennabækur, Loftslagsbókmenntir, Ungmennabækur
Blikur á lofti eftir norska höfundinn Arne Svingen var tilnefnd til Brageprisen og ARKs barnabókaverðlaunanna í Noregi 2018. Ég hef alltaf haft ákveðinn áhuga á barnabókum sem hljóta tilnefningar til verðlauna, sér í lagi þar sem enginn börn sitja í flestum þessara...
by Hugrún Björnsdóttir | maí 19, 2022 | Fræðibækur
Árið 2015 hélt Bill Gates TED fyrirlestur um það sem heilbrigðisyfirvöld gerðu sér almennt grein fyrir: Að það væri „kominn tími“ á næsta heimsfaraldur og að lönd heimsins væru mjög misvel undirbúin undir það. Í fyrirlestrinum talaði hann um Ebólu...
by Katrín Lilja | maí 15, 2022 | Geðveik bók, Skáldsögur, Sumarlestur
Plottið í hinni geysivinsælu bók Miðnæturbóksafnið eftir Matt Haig er: Hvað myndirðu gera ef þú fengið annað tækifæri? Flest okkar gætu svarað þessari spurningu auðveldlega. Það er svo auðvelt að nefna einhverja eftirsjá, einhverja ákvörðun sem var tekin og eftir á að...
by Sæunn Gísladóttir | maí 12, 2022 | Íslenskar skáldsögur, Skáldsögur, Stuttar bækur
Að telja upp í milljón eftir Önnu Hafþórsdóttur var önnur tveggja bóka sem unnu keppnina Nýjar raddir á síðasta ári en keppninni, sem Forlagið stendur fyrir, er ætlað að kynna nýja rithöfunda á sjónarsviðið með smásagnasöfnum eða stuttum skáldsögum. Anna hefur áður...
by Katrín Lilja | maí 8, 2022 | Fréttir, Viðtöl
Það styttist í útkomu bókarinnar Dagatal – sögur á einföldu máli eftir Karítas Hrundar Pálsdóttur. Bókin er önnur sinnar tegundar en fyrir tveimur árum, rétt fyrir Covid, kom út bókin Árstíðir – sögur á einföldu máli. „Þema Dagatals er daglegt líf og almanaksdagarnir...
by Jana Hjörvar | maí 7, 2022 | Ástarsögur, Rómantísk skáldsaga, Skvísubækur, Sumarlestur
Kvöld eitt á eyju, þriðja bók rithöfundarins Josie Silver og kom út núna fyrir sumarið hjá Forlaginu í íslenskri þýðingu Herdísar Hübner. Ég var snögg að grípa hana með mér úr bókabúðinni. Fyrri bækur Josie ;Dag einn í desember (2018) og Tvö líf Lydiu Bird (2020); hef...
by Katrín Lilja | maí 5, 2022 | Fréttir, Viðtöl
Bókaklúbburinn Zooma in på nordens litteratur verður á Íslandi 9.-13. maí. Haldinn verður viðburður í tilefni af komu klúbbsins í Norræna húsinu 13. maí, klukkan 19-20:30 og gestir kvöldsins verða Sverrir Norland, höfundur m.a. Stríð og kliður, og Karítas Hrundar...
by Jana Hjörvar | maí 5, 2022 | Barnabækur, Léttlestrarbækur, Loftslagsbókmenntir, Sumarlestur
Sævar Helgi sendi frá sér léttlestrarbók númer tvö í bókaflokki sínum vísindalæsi, Umhverfið. Þessi bók er, líkt og fyrri bók Sævars, Sólkerfið, myndlýst af Elísabetu Rún og gefin út af Forlaginu. Við mæðgur lásum Sólkerfið saman stuttu eftir að hún kom út og líkaði...
by Sæunn Gísladóttir | maí 2, 2022 | Skáldsögur, Skvísubækur, Sögulegar skáldsögur, Sumarlestur
The Seven Sisters eftir Lucindu Riley er fyrsta bókin í sjö bóka seríu höfundarins um D’Aplièse systurnar. Bókin kom fyrst út á ensku árið 2014, en kom nýverið út í íslenskri þýðingu Valgerðar Bjarnadóttur. Bókaserían hefur slegið í gegn út um allan heim og...
by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir | apr 28, 2022 | Pistill, Stuttar bækur
Allir kannast við það að lenda í smá lestrarlægð. Þegar ekkert virðist grípa mann, þegar persónur bókanna hætta að lifna við, þegar einbeitingu skortir. Það er hræðilega leiðinlegt og virðist vera að koma æ oftar fyrir mig upp á síðkastið. Ég veit ekki hvort það sé...
by Katrín Lilja | apr 16, 2022 | Barnabækur, Fjölskyldubækur, Harðspjalda bækur, Þýddar barna- og unglingabækur
Hvar er mamma? eftir Chris Haughton er bók sem við yngsti sonurinn römbuðum á í vikulegri ferð okkar á bókasafnið. Bókin er harðspjaldabók sem hefði allt eins getað sómt sér í pappírsbók, en það er vissulega mikill sjarmi við að bókin sé harðspjalda. Bókin kom fyrst...
by Katrín Lilja | apr 12, 2022 | Glæpasögur, Íslenskar skáldsögur, Sálfræðitryllir, Spennusögur
Sálfræðitryllirinn Kverkatak eftir Kára Valtýsson kom út hjá bókaútgáfunni Hringaná í mars. Áður hefur Kári gefið út tvær bækur – vestrana Hefnd og Heift. En að þessu sinni er það ekki Villta Vestrið sem er til umfjöllunar heldur Ísland nútímans. Hægfara...
by Ragnhildur | apr 7, 2022 | Barna- og ungmennabækur, Barnabækur, Dagur bókarinnar 2022, Fjölskyldubækur, Þýddar barna- og unglingabækur
Eins og eflaust fleiri foreldrar barna í yngri kantinum, þá er ég alltaf dálítið spennt að sjá hvað sé næst á dagskrá hjá AM forlagi. Hvort sem það er áður óþýdd eldri klassík eða nýjar bækur, þá gefur forlagið út bækur með myndum sem ég hef unun af að skoða aftur og...