by Sæunn Gísladóttir | mar 31, 2021 | Glæpasögur
Five Little Pigs (einnig þekkt sem Murder in Retrospect) er talin vera ein af bestu glæpasögum Agöthu Christie. Gagnrýnendur á mörgum vígstöðum, til að mynda New York Times og Guardian eru sammála þessu. Þar sem þetta er ein af betri Agöthu Christie bókunum sem ég á...
by Sæunn Gísladóttir | mar 28, 2021 | Glæpasögur, Ritstjórnarpistill
Það er rúmlega ár síðan COVID 19 faraldurinn skall á með fullum þunga hér á landi og líf okkar allra hefur tekið stakkaskiptum síðan þá. Líkt og í fyrra verða páskarnir í ár frábrugðnir fyrri árum. Það verður lítið um páskaboð, fáir munu leggja land undir fót og...
by Lilja Magnúsdóttir | mar 28, 2021 | Lestrarlífið, Pistill, Ungmennabækur, Þýddar barna- og unglingabækur
Það er með hálfum huga að þessi skrif líta dagsins ljós. Ég verð víst að viðurkenna að smekkur minn fyrir klassískum bókmenntum blómstraði ekki á unglingsárunum. Ég las að vísu Íslandsklukkuna og Djöflaeyjuna löngu áður en mér bar skylda til í skóla en þær bækur voru...
by Katrín Lilja | mar 25, 2021 | Sögulegar skáldsögur, Ungmennabækur, Þýddar barna- og unglingabækur
Dvergurinn frá Normandí eftir Lars-Henrik Olsen er ekki ný bók. Hún kom út á dönsku árið 1988 og er því 33 ára gömul. En hún er nýkomin út á íslensku í frábærri þýðingu Steinunnar Jónu Sveinsdóttur. Þýðing bókarinnar er einstaklega vel heppnuð, að mínu mati. Steinunn...
by Sæunn Gísladóttir | mar 22, 2021 | Dystópíusögur, Skáldsögur, Vísindaskáldsögur
Klara and the Sun, nýjasta bók verðlaunahöfundarins Kazuo Ishiguro, kom út á dögunum og hefur nú þegar hlotið mikið lof. Um er að ræða fyrstu bók Ishiguro frá því að hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2017. Ég var afar hrifin af bók hans Never Let Me Go og...
by Aðsent efni | mar 18, 2021 | Rithornið
KÁTT Í KOTI OG HÖLL eftir Jónínu Óskarsdóttur Alltaf er mér hlýtt til þeirra systra Margrétar, Benediktu og Önnu Maríu. Hún er yngst systranna en giftist barnung útlendingi og fór að heiman. Næst gekk Margrét sú elsta í það heilaga og þá varpaði maður öndinni...
by Katrín Lilja | mar 16, 2021 | Barnabækur, Léttlestrarbækur, Þýddar barna- og unglingabækur
Fyrir tæpum tíu árum kynntumst við fjölskyldan Fróða sóða fyrst. Hann kom á heimilið í myndabók, þar sem Fróði sleikir hunda, pissar í blómabeð, borar í nefið og BORÐAR horið (hér þurfti alltaf að hrylla sig ægilega yfir ógeðinu). Í bókinni er endurtekningin áberandi,...
by Rebekka Sif | mar 15, 2021 | Bókmenntahátíð í Reykjavík 2021, Ljóðabækur
Yndislegt er að lesa ljóð þegar vorilmurinn er í lofti. Ný ljóðabók eftir Margréti Lóu Jónsdóttur kom út hjá Máli og menningu á fyrstu mánuðum ársins en er þetta ellefta ljóðabók hennar. Draumasafnarar heillar augað strax með fallegri kápu úr smiðju Höllu Siggu....
by Ragnhildur | mar 14, 2021 | Barnabækur, Klassík, Pistill, Sögulegar skáldsögur, Ungmennabækur, Þýddar barna- og unglingabækur
Þýddar barna- og unglingabækur eru fremstar allra bóka, bestar og skemmtilegastar. Þetta er hlutlaust mat og byggt á óyggjandi vísindalegri rannsókn. Rannsókn þessi fer fram einu sinni til tvisvar á ári og felst í því að ég fer í fornbókabúð eða í Kolaportið....
by Sæunn Gísladóttir | mar 11, 2021 | Leslistar, Pistill
Það er byrjað að vora, eða hvað? Við í Lestrarklefanum erum á fullu í vinnum, skóla, að ganga með börn og að ala þau upp, en reynum þrátt fyrir amstur hversdagsins að vera alltaf með góða bók við hönd. Þegar margir eru búnir með jólabækurnar og farið að þyrsta í ný...
by Katrín Lilja | mar 10, 2021 | Barnabækur, Léttlestrarbækur, Þýddar barna- og unglingabækur
Sögurnar um Sombínu, eftir Barböru Cantini, hafa nú allar fjórar komið út í framúrskarandi skemmtilegri þýðingu Heiðu Þórbergsdóttur. Rakin upp á liðamótunum Sombína er uppvakningur en hún er líka barn. Ævintýri hennar eru því nokkuð jarðbundin, en þó svo langt frá...
by Aðsent efni | mar 4, 2021 | Rithornið
Blindhæð Eftir Elísabetu Olku Guðmundsdóttur Sálarsviði sækir á Spegill sjáðu sjálfið takast á Litlir steinar fastir í löngum háls Á rennur innanfrá Augað sekkur, sjáðu mig Fegurðin aðskilur sig Flóð streymir innanfrá, filter er settur á Ég tek höfuðið upp úr vatni...
by Katrín Lilja | mar 2, 2021 | Ritstjórnarpistill, Þýddar barna- og unglingabækur
Í mars ætlar Lestrarklefinn að beina kastljósi sínu að þýddum barna- og unglingabókum. Fjöldi þýddra bóka kemur út á hverju ári. Það er gleðilegt að sjá lesefnisflóru ungra lesenda dýpka með sjónarhorni frá öðrum löndum eða í öðrum stíl en eftir íslenska höfunda....
by Katrín Lilja | mar 2, 2021 | Dystópíusögur, Íslenskar skáldsögur, Jólabók 2020, Skáldsögur
Jörðin titrar á Reykjanesinu og raddir eru háar um að Sigríður Hagalín sé völvan sem kallar hamfarir yfir þjóðina! Hún hafi spáð fyrir um lokun landsins vegna kórónaveirunnar í bókinni Eylandi og nú spáir hún hamfaragosi á Reykjanesinu í bókinni Eldarnir. Ég gef lítið...
by Katrín Lilja | feb 27, 2021 | Jólabók 2020, Ljóðabækur, Stuttar bækur
Meðvirk, píslarvottur, auðsveip, auðveld í umgengni? Eyrún Ósk Jónsdóttur gerir hina penu, auðsveipu og „vill láta lítið fyrir sér fara“, „vertu ekki að hafa fyrir mér“ konu að umræðuefni í nýrri ljóða/smásögubók sinni Guðrúnarkviðu. Ég held við þekkjum öll einhverja...